Til hvers að vaka...

Ég veit ekki til hvers ég er að vaka og horfa á íþróttafólk, sem segist vera í toppstandi en hætta svo vegna meiðsla á fyrstu mínútunum? Ragna er ekkert einsdæmi. Svo langt man ég að ein sunddrottning okkar fór á þrenna Ol. leika en stakk sér ekki til sunds á tveimur af því að hún var eitthvað slöpp. Öll munum við eftir frjálsíþróttamanninum, sem fór á hvert stórmótið á fætur öðru en varð alltaf að hætta keppni vegna meiðsla - og Kristinn datt! Nú er ég orðin skíthrædd um árangur handboltaliðsins. Mér er nefnilega enn í fersku minni hryllileg frammistaða þeirra á Ol. leikunum í Seaul. Þá vaknaði ég um miðjar nætur til að horfa á mína menn - og hvað gerðist? Þeir töpuðu hverjum leiknum á eftir öðrum. Man ekki lengur í hvaða sæti þeir lentu. Hét því þá að ég skyldi aldrei horfa á handbolta aftur - auðvitað gat ég ekki staðið við það. 

En sennilega er ég að ætlast til of mikils, en velti því fyrir mér hvort Ol. lágmarkið okkar sé eitthvað annað það sem Ol. nefndin setur. Ef svo er ekki, erum við með frábært íþróttafólk, já og hvort sem er. Við sendum 27 keppendur og 23 þjálfara og aðstoðamenn. Við erum lítil þjóð og sennilega á ég að fyllast stolti þegar ég hugsa til þess að Chile með 16 milljónir íbúa sendir 27 íþróttamenn – eins og við.

Ísland best í heimi


mbl.is Ragna slasaðist og er úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum þó enn með besta vatnið, það tekur það enginn frá okkur Hvað með árin þegar við sendum fleiri fylgdarmenn en keppendur

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 10:45

2 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Hulda: Þú ert svona típískur íslenskur besservisser sem hefur aldrei gert neitt markvert í lífinu en notar hvert tækifæri til að drulla yfir þá sem ná langt. Þú ættir að skammast þín!!!

FLÓTTAMAÐURINN, 9.8.2008 kl. 10:59

3 identicon

Þegar íþróttamaður er búinn að vinna að því að komast á leikana í mörg ár (í Rögnu  tilfelli þá eru það 8 ár).  Er mjög erfitt að hætta þegar meiðsli koma upp og rúmlega ár í leika.  Ég veit það fyrir víst að Ragna lagði á sig miklar æfingar til að fresta því að fara í aðgerð vegna krossbandsins hún var í sjúkraþjálfun og æfingum tengdri sjúkraþjálfuninni í um 4 tíma á dag í langan tíma.

 Þess vegna vil ég segja að það er frábært hjá henni að vera á meðal 38 keppenda á þessum leikum í einliðaleik kvenna.  Það er í raun frábært að ná inn á leikana sérstaklega þar sem þessi íþrótt er Asíu íþrótt.

 Að lokum langar mig að hvetja ykkur til að horfa á badmintonið þegar það verður sýnt á næstu dögum og sjá i hvaða hóp okkar kona var komin :).

Skúlinn (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:22

4 identicon

Vá þarna fékk ég það óþvegið. Ég verð þó að verja mig með því að segja að ég dáist að þessu fólki, en tel samt að það eigi ekki að fara á stórmót með meiðsl í farteskinu.

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:40

5 identicon

Þú getur sætt þig við það að þú átt það virkilega skilið að fá gúmoren. Íslenskt íþróttafólk sem kemst á Ólympíuleika gerir það á eigin verðleikum, það skarar framúr og á að uppskera virðingu og samhug. Þessi lenska hér að gera ávallt lítið úr okkar færasta íþróttafólki og sérstaklega að gera grín að þeim þegar illa gengur eða meiðsli koma uppá er brjóstumkennanleg og viðkomandi til háðungar.

Sigurður Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:56

6 identicon

Það er satt hjá Huldu það á ekki að senda tæpa íþróttamenn á mótið en þetta er vegna þess að við erum svo fá að einginn annar er til að taka sætið. Við höfum engin úrtökumót þar sem sker úr um það hvor þú ert í formi til að mæta eða ekki...og hafa oft heimsmeistarar orðið eftir á þeim þegar í ljós kom að þeir voru ekki að standa sig en hér heima væru þeir sendir upp á vonina ...svo er stór þáttu ekki bara íþróttarfólkið heldur liðið sem vill fá að fljóta með ...voða gaman hjá því líka ekki gleyma því. Það á að styðja betur við þetta fólk allt en íþróttir eru harðurhúsbóndi og hlusta ekkert á afsakanir ...annars værum við best í öllu :)

Halli (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:56

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þitt minni er lélegt, Hulda, og þú hefðir betur flett þessu upp.  Íslenska handboltalandsliðið endaði í 8. sæti á leikunum í Seul.  Þú hefur greinilega ekki byrjað að vakna nógu snemma, þar sem Ísland vann fyrstu tvo leikina gegn Bandaríkjunum og Alsír, tapaði síðan fyrir Svíum (eins og venja var þá), gerði 19-19 jafntefli við Júgólavíu og töpuðum síðan fyrir Sovétmönnum.  Þetta voru leikir í riðlakeppninni og endaði Ísland í fjórðasæti í gríðarlega sterkum riðli.  Sést best hvað liðin fyrir ofan okkur voru sterk að Sovétmenn urður Ólympíumeistarar, Júgóslavar lentu í 3. sæti og Svíar í 5. sæti.  Við töpuðum vissulega leiknum um 7. sæti á móti Austur-Þjóðverjum, en þegar ég lít á úrslitin í riðlinum (eins og þau birtast á Wikipedia), þá hefði Ausutr-Þýskaland átt að spila um 3. sætið, en ekki það 7.!!!

En hvernig sem nú er þá töpuðum þeir EKKI "hverjum leiknum á fætur öðrum".  Ísland tapaði vissulega tveimur síðustu leikjunum, þar af öðrum fyrir verðandi Ólympíumeisturum og hinum 31-29 í hörkuleik sem gat farið hvernig sem var.  Þannig að þú valdir alveg einstaklega lélegt dæmi um lélega frammistöðu íslenska landsliðsins á Ólympíuleikum.

Hér fyrir neðan er hlekkur á úrslit handboltakeppni á Ólympíuleikum svona til að forða þér frá því að treysta á minni sem greinilega er farið að hraka.

Handbolti á sumar Ólympíuleikum Síðan smellir þú á Previous Summer Games eða Next Summer Games til að færast á milli Ólympíuleika.

Marinó G. Njálsson, 9.8.2008 kl. 12:11

8 identicon

Takk Marinó. Sennilega er það rétt að minni mínu sé farið að hraka, nema vonbrigðin hafi verið svo mikil að ég muni bara töpin. Takk fyrir ábendinguna.

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 12:26

9 Smámynd: Gunnar Gylfason

"Ég veit ekki til hvers ég er að vaka og horfa á íþróttafólk, sem segist vera í toppstandi en hætta svo vegna meiðsla á fyrstu mínútunum?"

Hún var búin að berjast vel í tæpar tvær lotur áður en hún steig illa og meiddi sig. Þú lætur eins og að hún hafi gefið upp vonina eftir fyrstu fimm stigin og látið sig detta á jörðina.

Gunnar Gylfason, 9.8.2008 kl. 12:47

10 identicon

Hún var búin að tala um það í fréttunum að hún væri ekki 100% heil og sagði að hún treysti sér til að spila með hnéið svona...

Bergur Árnason (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 14:17

11 identicon

Hvað var hún að spá? Þarna fóru nokkrar millur fyrir ekki neitt.

Gunni (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 17:58

12 Smámynd: Ásthildur Gunnarsdóttir

Það er alls ekki óalgengt að íþóttamenn sem mættir eru til leiks á ólympíuleikum verði fyrir meiðslum. Fyrir leikana æfir fólk sem aldrei fyrr og álagið er farið að segja til sín þegar að leikunum kemur. Þetta á ekki bara við íslenskt íþróttafólk!

Ég get skilið að fólk sem ekki hefur verið keppnisfólk (í íþróttum) hlaupi upp til handa og fóta og komi með leiðindar athugasemdir varðandi það að senda Rögnu á leikana, en ég held að allir sem hafi stundað íþróttir af kappi viti að það kemur sko ekki til greina að gefast upp! Hún gerði sitt allra besta til þess að takast á við meiðslin og það skilur góðan íþróttamann frá þeim venjulegu sem getur gert slíkt. Ragna hefur gert ekkert annað en að sýna hvað hún er frábær íþróttamaður og átti algeran rétt á því að mæta til leiks og gera sitt besta. 

Ásthildur Gunnarsdóttir, 10.8.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband