13.8.2008 | 08:45
Hvalirnir að útrýma fiskistofnunum
Mér finnst eðlilegt að líkja þessu við það ef risaeðlur væru ennþá til. Þær myndu éta mannfólkið út á gaddinn, éta allt sem að kjafti kæmi og dæju svo. Stóru hvalirnir eru á góðri leið með að útrýma fiskistofnum í Norður-Atlandshafi, og átu sem er aðalfæða fiskistofnanna. Hvalirnir hafa í mörg ár verið stórtækari í fiskveiðum en Íslendingar, ég vil hvalveiðar. Af hverju greinir þessi skýrsla ekki frá því að Bandaríkjamenn eru sennilega mesta hvalveiðiþjóð heimsins, það eru þeir sem veiða smáhvalina í net. Eru þessi samtök kannski í Bandaríkjunum?
Hvalastofnar stækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er margt skrýtið og hulið í BNA.
Edda Agnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 09:34
Farðu til BNA. Eða Frakklands, eða bara einhvert. Veldu land af handahófi og farðu þangað. Spyrðu svo 10 manns út í hvali.
Öllum er sama um hvalina nema einhverjum opinberum stofnunum sem eru beintengar við Græningja. Og einhverjum selebum. Öllum öðrum: skít sama. Varðar ekkert um það. Spennt fyrir blóðbaðinu ef eitthvað er.
Ásgrímur Hartmannsson, 13.8.2008 kl. 11:49
Frakkar eru miklir dýravinir og ég lendi sí og æ í hvalaumræðum hérna og er húðskömmuð fyrir veiðar Íslendinga. Nýlega var m.a.s. barnaþáttur í sjónvarpinu helgaður hvölum og afar neikvæð mynd dregin upp af hvalveiðum.
Kristín í París (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 17:50
Hvað segir þú Krístin,var verið að segja frönsku börnunum frá Jónasi í hvalnum? En Krístin,held ég kannist nú eitthvað við þig.Varstu ekki úti þegar Grímur Hjartar bjó í París?
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.