Valdagræðgi, framapot og eigin hagsmunir

Valdagræðgi, framapot og eigin hagsmunir einkenna þennan nýja meirihluta í Reykjavík. Svik við kjósendur er sjálfsagt mál, lygar í beinni útsendingu er ekkert mál. Þau vita að kjósendur hafa gillfiskaminni. Allur vandræðagangurinn verður gleymdur þegar kemur að næstu kosingum innan tveggja ára. Mér sýnist sama staðan vera komin upp og við myndun síðasta meirihluta, varaborgarfulltrúi Óskars styður ekki þetta samstarf, ekki frekar en Margrét Sverrisdóttir studdi fráfarandi meirihluta. Ég óska Marsibil til hamingju að vera trú málstað sínum, við Guðna Ágústsson segi ég þetta: búðu þig undir að þetta verði síðasta kjörtímabil þitt á þingi. Svona stjórnarhættir tilheyra ekki núinu.
mbl.is Marsibil styður ekki nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá Marsibil. Vonandi stendur hún við orð sín ! 

Stefán (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 09:11

2 identicon

framapot og eiginhagsmunir eru það eina sem hangir á þessari ákvörðun Marsibil.   Hún verður að gera sér grein fyrir því að það er hennar skylda að vinna að hagsmunum borgarbúa og einnig þarf hún að átta sig á því að hún var í framboði fyrir Framsókn en ekki Tjarnarkvartettinn.   

 Menn verða einnig að skilja að Dagur B. var búinn að búa þennan meirihluta til áður en nokkuð áþreifanlegt gerðist.   Hann hafnaði í viðtölum algjörlega að mynda meirihluta hvort sem er með d-lista eða með þáttöku F-lista þannig að hann málaði Tjarnarkvartettinn út í horn.   Að ætla að hanga á því að hugsanlega hætti borgarfulltrúi og binda vonir við að þannig komið hann til valda er barnalegt og glæpsamlegt gagnvart þeim kjósendum sem kusu hann.   Að vera með persónulegan ágreining sem steiting nr. 123 er ekki vænlegt fyrir pólitíkus.

gummi (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 09:27

3 identicon

Framapot og eigin hagsmunir? Marsibil segir sjálf að hún "muni ekki reyna að grafa undan því (samstarfi D og B) með tækifærismennsku"

Þó að þér finnist kannski að pólitík snúist um að gera allt sem forystan segir þér og fá í staðinn fleiri bitlinga er það ekki skoðun allra.

Marsibil myndi fá mun meiri framgang í pólitíkinni ef hún styddi þetta samstarf!

Karma (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 10:37

4 identicon

ekki frampot já.  við skulum sjá til hvað langt verður þar til hún tilkynnir um inngöngu í samfylkinguna, það verður að endingu.   Hún er að gefa skít í þá sem kusu hana vegna þess að hún hefur ekki trú á eigin flokki og er að hoppa undir sængina hjá Degi og co

Hvað er það sem hún er ósátt við ?  Er það að D listinn felldi Tjarnarkvarttinn á sínum tíma ? afhverju þá ?  Hún var ánægð með fyrri málefnasamning D og B sem er notaður til grundvallar í dag.   Hvað er öðruvísi ?

gummi (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 11:53

5 identicon

Þú gefur þér semsagt að við það að ganga í samfylkinguna nái hún meiri frama en við að halda áfram í framsókn. Það er mjög hæpið þar sem hún fengi ansi stóra bitlinga hjá framsókn.

Ég hélt að Ólafur F hefði fellt Tjarnarkvartettinn ekki sjálfstæðisflokkurinn.

Það sem er öðruvísi er að meirihluti D og B sprakk á sínum tíma og hún taldi borgarstjórnarflokka B, S og VG hafa gert samkomulag um að ganga ekki í samstarf við D list eftir að Tjarnarkvartettinn féll.

"Hún er að gefa skít í þá sem kusu hana vegna þess að hún hefur ekki trú á eigin flokki " Þetta lýsir bara þínu hugarfari. Ef þú missir trúna á eigin flokk ertu að gefa skít í kjósendur, maður á alltaf að fylgja því sem þér er skipað að gera að ofan.

Karma (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:12

6 identicon

Af hverju gerðu þeir slíkt samkomulag hvaða málefnalegu rök lágu þar á bak við ? Engin önnur en sárindi yfir að missa völd. Þetta er eitthvað sem stjórnmálamenn hafa ekki leyfi til að gera, þeim ber skylda að sjá til þess að Borginni sé stjórnað. Hún þarf að gera sér grein fyrir því líka að þeir sem kusu hana kusu ekki hana persónulega heldur B listann.

http://www.dv.is/frettir/2008/8/15/alltaf-verid-ad-reyna-vid-marsibil/

gummi (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband