Á Ol. leikum - ekki á íslensku sveitamóti

Enn og aftur. "Ég átti að gera betur en þetta en ég hef ekki kastað spjótinu í fjórar vikur vegna meiðsla og það kom greinilega niður á mér í þessari keppni,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir Íslandsmeistari í spjótkasti en hún kastaði aðeins 48,59 metra í undankeppninni á Ólympíuleikunum í Peking. Þetta er litlu betri árangur en á ungmennafélagsmótum á Íslandi og þangað kostar ekkert að fara.
mbl.is Ásdís: „Ég átti að gera betur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér Elma mín, það er svo sem hægara um að tala en í að komast eins og sagt er, en hvað hefur fólk að gera í keppni á Ól. leikum sem hefur ekki hreyft sig í mánuð?? Þetta er bara ergilegt!!

Jón Ingi (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:56

2 identicon

Það er með ólíkindum hversu dómhart fólk er!! Ásdís er metnaðarfull og dugleg íþróttakona sem fór í stóran uppskurð í vetur. Þrátt fyrir það náði hún ólympíulágmarki. Það er fyrst og fremst ergilegt fyrir hana sjálfa að hafa fengið önnur meiðsl stuttu fyrir ólympíukeppni. Hún hefur þó ekki setið á rassinum í mánuð heldur æft eins og hún getur og verið í meðferð. Fólkið okkar á ólympíuleikunum er oft í námi og/eða vinnu með þjálfun og eru æfingaaðstæður ekki fullkomnar eins og í mörgum öðrum löndum. Samt eru 27 keppendur frá Íslandi en t.d. 50 keppendur frá Indlandi en þar býr meira en milljarður fólks!

Mér finnst ofsalega leiðinlegt að sjá svona hrokafull og yfirlætisleg komment um íþróttafólkið okkar sem gerir sitt besta.

Guðrún Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 11:14

3 identicon

Takk Jón Ingi. Guðrún, þetta er ekki skrifað af neinum hroka, þetta er bara staðreynd. Það hefur enginn sagt að hún hafi setið á rassinum. en eins og ég hef sagt áður þá hefur fólk ekkert að gera á stórmót, hvaða nafni sem það nefnist, ef það er ekki heilt heilsu. Ég ber virðingu fyrir íslensku íþróttafólki en það sem ég segi og hef sagt um meiðsli, veikindi og annað er bara staðreynd, sem ekki aðeins ég hef látið í ljós.

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 11:23

4 identicon

Hvernig væri þá að þið sem gagnrýnið íslenska keppendur, sem fara út og lifa drauminn sinn að fá að keppa á Ólympíuleikum, drullið ykkur af feitum rassgötum ykkar og farið að æfa íþróttir og sýna þeim hvernig á að gera þetta?

Og þú Elma; hefur þú einhvern tíma hitt Ásdísi? Ég efast um að þú myndir láta þessi orð falla ef þú þekktir persónuleika hennar!

Bjarki (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 12:00

5 identicon

Jón Ingi, að kasta ekki spjótinu í fjórar vikur þýðir ekki a hún hafi ekki hreyft sig í mánuð. Spjótkastarar gera mun meira en að kasta á æfingum, það er aðeins hluti af æfingunum. Hulda, þessi meiðsli Ásdísar litu ekki út fyrir að vera svona slæm þegar hún fann fyrir þessu fyrir 4 vikum! Hún meiddist illa á olnboga í fyrra og fór í aðgerð, en þessi meiðsli voru á allt öðrum stað og hún sem veit að hvíldin hjálpar meiðslunum að gróa og tekur þess vegna AUÐVITAÐ sénsinn á því að það gerist þegar hún hefur unnið sér inn þau réttindi að keppa á Ólympíuleikunum.

Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 12:06

6 identicon

Þetta er nú meiri viðkvæmnin! Ég get fagnað með þeim sem lifa drauminn en ég held mig við það að fólk á að ganga heilt til skógar. Ég held að ég þekki mun betur til íþróttamála á Íslandi en þú Bjarki.

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 12:08

7 identicon

Þetta er engin viðkvæmni, við erum aðeins að svara fyrir hönd Ásdísar sem greinilega bæði ég og Bjarki þekkjum persónulega, en þú örugglega ekki. Hvorki Ásdís né nokkur annar gat gefið henni almennileg svar hvort hún yrði orðin góð eða ekki á keppnisdaginn, og því er þetta séns sem hún þarf að taka. Mér persónulega finnst hún hafa tekið rétta ákvörðun á því að fara og vona að hún yrði orðin góð, það hefði verið meira svekkelsi ef hún hefði svo verið búin að ná sér og vera stödd á Íslandi en ekki á ÓL. Ásdís er bara búin að standa sig of vel fyrir eitthvað svona tal frá þér...

Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 12:45

8 identicon

Þetta er eitthvað það aumkvunarverðasta blogg sem ég hef nokkurn tíman séð.

Þetta er lágkúrulegt meira að segja á moggabloggs standarda.

Hlynur (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 15:00

9 identicon

ættingjar og vinir Ásdísar bara mættir sár svekktir ? haha

Ísland - Pólland 6:15  í fyrramálið !!  áfram ísland!

Lísa (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 18:15

10 identicon

Þú hefur greinilega ekki farið á sveitamót í spjótkasti, þar eru köstin í kringum 30 metra.

Þetta er bara gríðarlega dónalegt komment. Prufaðu að kasta spjóti að farast í olnboganum.

Áfram Ásdís

Íþróttakona (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 21:56

11 identicon

Þó svo að ég sé nú ekki vanur að kommenta oftar en einu sinni á svona vitleysu Elma mín þá vil ég samt koma því á framfæri við þig að ég hef unnið þó nokkra Íslandsmeistaratitla í frjálsum íþróttum, körfubolta og blaki auk þess að þjálfa krakka í íþróttum og setið í stjórnum íþróttafélaga.

 En hvað um það... þú hlýtur að þekkja miklu betur til þessa en ég. Ég biðst lífláts.

Bjarki (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 01:10

12 Smámynd: Alexandra Briem

Þið ættuð að skammast ykkar. 

Ásdís er einn al-besti íþróttamaður á Íslandi í dag, það að meiðsl urðu til þess að hún gæti kastað sínu besta á þessu móti er engin ástæða til að halda því fram að hún ætti bara að hafa setið heima. 

Þarna er um ný meiðsl að ræða, sem urðu þrálátari en þau litu upphaflega út fyrir.

Ef hún hefði vitað nákvæmlega hversu slæm þessi meiðsl myndu verða, þá kannski hefðu einhverjar ákvarðanir verið teknar öðruvísi, maður veit ekki. En þegar læknar og þjálfarar eru bjartsýnir, þá myndu enginn alvöru íþróttamaður leggja árar í bát þegar svona stutt er í mótið. Enginn hefði getað spáð nákvæmlega fyrir um þetta.

Hún var lengur að ná sér en menn höfðu vonað, og það kom niður á framistöðunni hjá henni.

En ég er persónulega mjög ánægður með að hún skuli ekki hafa gefist upp fyrr en í fulla hnefanna. Mér finnst gott að hún fór út og vonaði hið besta, mér finnst gott að hún hélt áfram að æfa stíft (eins stíft og hægt var í kringum meiðslin) og mér finnst gott að hún tók öll þrjú köstin þrátt fyrir að vafalítið hafi hún fundið strax í kringum fyrsta kast að þetta væri ekki hennar besta mót. Þetta var góð reynsla, mikil upplifun fyrir hana og ég efast ekki um að hún á eftir að taka London 2012 með trompi.

Og að einhverjir leiðindapésar sitji hér og segi "Hva, afhverju heldur hún sig ekki bara á sveitamóti" Þegar hún hefur náð ólympíulágmarki, hefur æft stíft í mörg ár og á þarna tækifæri á að fara út og keppa á einu helsta íþróttamóti í heimi?

Ég myndi ekki vilja búa í heimi þarsem fleira fólk hugsaði eins og þú Hulda.

 Skammastu þín.

Alexandra Briem, 20.8.2008 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband