20.8.2008 | 12:44
Strákarnir okkar
Ég þori nú varla að blogga meira um frammistöðu íslensku keppendanna á Ol. leiknum. En strákarnir okkar eru þar á meðal og þeir hafa endurtekið leikinn frá því í Barcelona 1992, eru komnir í fjögurra liða úrslit. Þeir mæta þar annað hvort Kóreumönnum eða Spánverjum. En það skiptir engu máli, á góðum degi geta þeir unnið hvaða lið sem er og vonandi verður góður dagur fyrir þá á föstudaginn. Þá mun þorri íslensku þjóðarinnar sitja fyrir framan skjáinn og fylgjast með. Menntamálaráðherra íhugar að eyða svolítið meira af skattpeningunum okkar með því að fara aftur til Kína. Vonandi situr hún heima, strákarnir hafa enga þörf fyrir hana þarna úti frekar en á leikjum hérna heima. Til hamingju Ísland.
Ísland í undanúrslit á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hm þetta er svo skemmtilegt að ég hringdi strax inn þúsundkallinn í lokin!
Edda Agnarsdóttir, 20.8.2008 kl. 16:46
Sæl vertu Elma min,,ég fer stundum inn á blokkið þitt og hef gaman af,fæ stundum fréttir að heiman,og annað skemmttilegt ,hef haft nokkuð gaman af skrifum þínum um ólumpíuleikan,en er ekki alltaf sammmála,en nú gleðjumst við með "STR'AKONUM OKKAR "og vonum það besta ,en allt eftir þetta er BARA B'ONUS.kveðja á heimaslóðir.Rósa S
Rósa Skarphéðinsd (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 19:02
Kæra Rósa, takk fyrir innlitið. Auðvitað færðu frá mér fréttir að heiman og þú þarft auðvitað ekki að vera alltaf sammála mér. En gætum við ekki verið sammála ef ég skrifaði um kvóta og blak? Kveðja til Nonna.
Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.