Nýir landnemar

Mér finnst óviðeigandi að kalla það fólk sem við erum að taka á móti og bjóða hér búsetu "flóttamenn". Síðan festist nafngiftin við það og þetta fólk verður ár og síð í augum okkar "flóttafólk". Þetta var flóttafólk þegar það var í flóttamannabúðunum í Írak en er það ekki lengur.


mbl.is Flóttafólkið kemur til landsins í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hulda,

Flóttafólk er íslenska heitið á orðinu "refugees" sem er heiti yfir stöðu fólks sem hefur yfirgefið fyrri heimkynni vegna tiltekina aðstæðna þar. Þ.a.l. er hér um að ræða flóttafólk.

Þetta gælu verkefni Ingibjargar og íslenskra stjórnvalda er ekkert annað en sýnarmennska til þess að skora stig og stjörnur á alþjóðavettvangi til þess að líta betur út þegar kosið verðu í öryggisráð Sameinuðuþjóðana. Sýnarmennskan fellst í því að hér er verið að ausa gríðarlegum fjármunum í aðeins 29 einstaklinga til þess að kippa þeim úr sínu menningarumhverfi yfir á ókkunnan stað og allt aðra menningu en þau eiga að venjast. Fyrir sömu fjárhæð og Íslensk stjórnvöld verja í þetta verkefni hefði verið hægt að bæta búsetu, atvinnu og öryggisskilyrði fyrir amk 500 manns, nær því svæði þaðan sem fólkið er.

Við vitum það ósköp vel að verð á brauði og hússkjóli er margfalt dýrara hér á Íslandi miðað við svæðin þarna surðufrá.

Þetta er sýndarmennska og ekkert annað. Ríkisstjórnin ætti að skammast sín og Ingibjörg Sólrún ætti að segja af sér fyrir þennan fíflagang!!!

Kv,

Umhugsun.

umhugsun (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:20

2 identicon

Sýndarmennska eða ekki, þessi sýndarmennska hefur þá varað síðan fyrstu "flóttamennirnir" komu hingað upp úr 1950. Gildir þá engu hvaða ríkisstjórn hefur verið við völd. Ég er ekki sammála því að hægt sé að kenna Ingibjörgu um þetta mál. Hins vegar er ég hjartanlega sammála þér að stjórnvöld ættu að líta sér nær og þetta Sameinuðuþjóða kjaftæði er eins og Nato kjaftæðið á sínum tíma. Við getum notað peninngana sem verið er að nota til að kaupa sér atkvæði inn í Öryggisráðuð til mun betri verka.

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 11:37

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er sammála þér um nafnið á flóttamönnunum - Landnemar fallegt og heilsteypt.

Edda Agnarsdóttir, 8.9.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 160334

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband