Brosað í gegnum tárin

Það er ástæða til að taka vel á móti þessum nýju landnemum fyrst við erum á annað borð að bjóða þeim hingað. Mér finnst að það hefði verið farsælla að hjálpa þessu fólki á sínum heimaslóðum eða sjá til þess að það gæti verið sem næst þeim. Ríkisstjórnin hefði fengið prik hjá mér hefði hún fordæmt hlutdeild Ísrael í Palestínu og krafist þess að flóttafólk þaðan fengi að snúa heim.

Flestir muna komu flóttamanna hingað frá fyrrum Júgóslavíu. Þessu fólki var komið fyrir hingað og þangað á landsbyggðinni. Fæstir undu sér þar og fóru. Sumir “suður” aðrir enn lengra því þá var Ísland orðið stökkpallur fyrir það lengra út í heim.

Við leysum engan vanda með svona fólksflutningum. Vissulega er gott að 29 manns séu nú komnir í öruggt skjól. En hefði sú upphæð sem þessi flutningur og framhaldið kostar, ekki nægt til að bjarga nokkrum þúsundum á þeirra heimasvæði?

Það hljóta að vera blendnar tilfinningar í brjóstum þessa fólks, gleði og sorg og engin furða þó það brosi - í gegnum tárin.


mbl.is Flóttafólkið brosti við heimkomuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Elma því miður held ég að vonlaust hafi verið að hjálpa þessu fólki á heimaslóðum. Það á engar heimaslóðir. Þar er fyrst og fremst um að kenna yfirgangi Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum. Þetta fólk á rætur í Palestínu en flúði til Íraks. Svo ákváðu Bush, Blair, Haarde, Oddsson og fleiri að ráðast inn í Írak og þá var þessu fólki ásamt þúsundum annarra ekki vært þar. Veit að vissu ekki hvað þessir flutningar kostuðu en býst við að það sé svipaður kostnaður og varð af ferð menntamálaráðherrans og föruneytis til Kína um daginn, svo við höfum einhvern samanburð. Það verður svo bara að koma í ljós hvort það aðlagast íslensku samfélagi en húsakjól og mannsæmandi aðbúnað hefur það núna.

Haraldur Bjarnason, 9.9.2008 kl. 08:57

2 identicon

Það má vera Halli að það hafi ekki verið hægt að hjálpa þeim á heimaslóðum og það er rétt að þeir sem þú nefndir bera meðal annarra á ábyrgð hræðilegu ástandi milljóna flóttamanna. Skyldu þeir sofa rótt?

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 160307

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband