Af hverju þegir Ögmundur?

Það hefur vakið furðu mína hvað hljótt hefur verið um formann BSRB núna í launadeilu ljósmæðra. Ég hef áður vakið athygli á tvöfeldni hans, að vera formaður BSRB og vera alþingismaður og varaformaður stjórnmálaflokks. Það er kannski meira en tvöfeldni. Af hverju stendur hann bara ekki upp og lýsir því yfir að hans umbjóðendur muni ekki fara fram á sömu prósentuhækkun launa og ljósmæður. Myndi deilan þá ekki leysast?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ætli það sé ekki bara af því að ljósmæður eru ekki í samtökunum hans Ömma, þær eru í BHM. Aumingjaskapur dýralæknisins í fjármálaráðuneytinu er hins vegar algjör. Hans kollegar, dýralæknar, eru með jafn langt nám og ljósmæður  en það er metið um 25% hærra í launum að taka á móti kálfum en börnum. Ég held að Ömmi skipti engu máli í þessari pólitík frekar en annarri.

Haraldur Bjarnason, 9.9.2008 kl. 21:50

2 identicon

Nei en sem formaður launþegasamtaka ætti hann að láta heyra í sér. Ég vissi ekki að ljósmæður væru ekki í BSRB, en auðvitað skýrir það sig sjálft. Ég hef aldrei búist við miklu af dýralækninum í fjármálaraðuneytinu. Hann hefur örugglega aldrei tekið á móti kálfi, kannski folaldi hjá eigin hryssum.

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 22:23

3 identicon

Halli og Elma, ég er sammála ykkur hvað þetta varðar, en hvar er núna í þessari umræðu háttvirtur utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og formaður Samfylkingarinnar? hvers vegna heyrist ekkert frá henni og Samfylkingunni almennt? Í stjórnarsáttmálanum var pretikað sérstaklega af Sollu að tekið skuli á launamisrétti kynjanna, en hverjar hafa orðið efndirnar? ENGAR og Solla þegir þunnu hljóði um kjaramál ljósmæðra!!

Jón Ingi Kr (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 09:47

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Við erum svo oft sammála Jón Ingi og Ingibjörg Sólrún á að skammast sín eins og öll ríkisstjórnin. Kannski Jóhanna Sig. leysi þetta í Peking, Solla í Lettlandi og Geir - Guð má vita hvar.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 10.9.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband