16.9.2008 | 17:17
Er nú í Lækjasmára
Jæja þá er ég komin heim aftur eftir yndislega daga í Færeyjum. Fór frá Sörvogi á mínútunni tólf í yndislegu veðri og tók flugið klukkutíma og korter. Á Reykjavíkurflugvelli var auðvitað sama hörmungin. Á annað hundrað faraþegar á nokkrum fermertrum, allir að reyna að versla eitthvað tollfrjálst. Færibandið sem flutti töskurnar er um 7 metra langt og þarna hrúguðust töskurnar upp eins og land að rísa úr sæ. Að FÍ skuli vera þekkt fyrir að bjóða fólki upp á þetta. Ég hef áður lýst brottför þaðan og allri þeirri seinkun sem ferð þaðan til Færeyja verður fyrir. Ég hef nú fengið skýringuna: FÍ afgreiðir allt sem þeim sjálfum viðkemur áður en þeir afgreiða Atlatic Airways! Þegar ég fór á föstudagskvöldið var t.d. verið að innrita hátt í 200 farþegar hjá Atlatic Airways, tveir starfsmenn sáu um það. Það var líka verið að innrita nokkra farþegar til Akureyrar með sama starfsmannafjölda.
En dvölin úti var frábær, hreint alveg yndisleg. Ég kom til Sandavogs eftir hádegi í gær og fékk auðvitað konunglegar móttökur. Fékk ekki einu sinni að draga töskuna mína þessa metra sem voru heim til Tóru og Hassa. Eftir góðan kvöldmat var farið að heimsækja nánustu vinina og allsstaðar voru höfðinglegar mótttökur. Meira að segja flugfreyjan sem tók á móti farþegunum í vélinni sagði: ertu ekki frá Neskaupstað og hefur oft verið í Sandavogi?
Léttsveit Reykjavíkur var líka að fara heim. Þær höfðu sungið á tveimur stöðum í Færeyjum og fengið góðar viðtökur. Kórinn telur í allt yfir 100 konur en þarna voru þær um 60. Flottar konur sem fögnuðu mikið þegar flugstjórinn sagði; halló stelpur. Og þetta var m.a. sagt um þær á planet.fo Kvinnukór Lettsveit Reykjavíkur er felagsskapur av 100 kvinnum, sum hugna sær saman við sangi á hvørjum vetri. Í kórinum syngja systrar, møðgur, skyldkonur og vinkonur, ið saman við hinum limunum í kórinum hava tað í felag, at teimum dámar sera væl at syngja. Nú liggur fyrir að fara að skrifa um það sem ég á að skrifa, ferðina. Er í góðri íbúð sem STAF á og ætla að gefa mér einhverja daga í ritstörfin.Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær saga sem sýnir einstaka vináttu Sandavogs og Norðfjarðar.
Ég fór til Sandavogs með Þrótti árið 1979, sem var stórskemmtileg ferð en gamli Smyrill bæði sótti okkur og skilaði aftur til Norðfjarðar. Nokkrir úr hópi Færeyinganna fylgdu hópnum til Íslands en fóru aftur út með Smyrli í sömu ferð.
Árið 1989, eða 10 árum eftir þessa góðu ferð bjó ég í Noregi. Það var sumar og ég var að vinna fyrir Háskólann í Tromsö á Sjávarútvegssýningunni í Þrándheimi (Nor Fishing eða Aqua Nor).
Við vorum staddir þarna í hóp á sýningunni, stúdentar frá Noregi, Færeyjum og Íslandi og við vorum að ræða málin. Svo komu þar að færeyiskir gestir og fólk fór eitthvað að tala saman og hópurinn skiptist í minni rabb hópa. Einn sem var að spjalla við mig spurði frá hvaða stað ég væri á Íslandi og ég sagðist vera frá Neskaupstað. Þá var eins og einum færeying í næsta hóp hefði nánast verið gefið á kjaftinn, hann sneri sér snöggt við og horfði á mig fast og sagði "tú frá Neskaupstaður" ég játti því. Þá rak hann fram hendi heilsaði, "blessaður, Bjarni Hansen (held ég muni nanfið rétt) fra Sandavogur, kjenner tú Bjarni Sibbu" !!
Þessi maður var verkstjóri/framkvæmdarstjóri e.þ.h. í frystihúsi á Suðurey en var frá Sandavogi. Hann hafði verið í Sandavogi árið 1979. Það var margt spjallað og mörg nöfn í Neskaupstað sem hann þekkti. Fannst þetta gaman. Norðfirðingur og Sandavogsbúi, sem báðir voru fluttir að heiman og hittust á erlendri grund heilsuðust sértaklega innilega vegna vináttu Norðfjarðar og Sandavogs.
Gísli Gíslason, 16.9.2008 kl. 18:14
Takk Gísli, þannig eru vinaböndin þarna á milli. Við Tóra hittumst í byrjun júlí fyrir 40 árum og vináttan hefur aldrei verið sterkari en nú. Sandavogur heimsækir okkar næsta sumar og höfðu þó nokkrir á orði að þeim hlakkaði til.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:10
Hæ hæ amma mín:) Gaman að heyra að allt hafi verið svona gott í færeyjum. Hlökkum til að sjá þig næst:) Þú kemur bara í helgarferð til okkar þegar þú kemur heim.
knús Elma og co
Elma (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:17
Velkomin heim. Færeyjar og sér í lagi Sandavogur, yndislegir staðir. Hlakka til að lesa ferðasöguna þína. :)
kveðja Þorgerður
Þorgerður (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.