21.9.2008 | 21:11
Klukk - klukk
Ég verð víst að bregðast við áskorun frá Eddu og Úrsúlu og hér koma niðurstöðurnar. Getur svo sem verið að ég breyti þessu á morgun.
Fjögur af mörgum störfum sem ég hef unnið um ævina: Framkvæmdastjóri Egilsbúðar, bæjarfulltrúi í Neskaupstað. Svæðisfulltrúi RKÍ og húsmóðir.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á: Camp, Legends of the Fall, Das boot og Lömbin þagna.
Fjórir staðir sem ég hef búið á til lengri og skemmri tíma: Neskaupstaður, Vestmannaeyjar, Reykjavík, Fjarðabyggð.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar: Anna P, Rebus, Löður, Taggart.
Fjórir staðir sem ég hef m.a. heimsótt í fríum: Færeyjar, Spánn, Mexíkó, Bahamas.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg: mbl.is, fjarðabyggð.is. joanisnielsen.fo og austurglugginn.is.
Fernt sem ég held uppá matarkyns: Rjúpur, nautakjöt, lambakjöt, og humar.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni: Þeir máluðu bæinn rauðan, Saga Verkalýðsfélags Norðfjarðar, Selurinn Snorri og Lotta í Ólátagötu..
Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka: Hef ekki gert það upp við mig.
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna: Er á leið til Tyrklands og í framhaldi af þeirri ferð verður ágætt að stoppa aðeins á Íslandi, fara svo til Kanarí og loks í golf á Spáni.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð!
Edda Agnarsdóttir, 21.9.2008 kl. 23:58
Takk fyrir þetta. En þetta er nú meira rápið á þér kona!! Geturu ekki bara komið heim og verið heima hjá þér?!
Úrsúla Manda , 22.9.2008 kl. 09:11
Jú elskan auðvitað kem ég heim en þetta er nú bara Klukk
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 22.9.2008 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.