Langt og strembið ferðalag

Kom heim seint í gærkveldi. Fann í fyrsta skipti fyrir "flugriðu" svona eins og sjóriðu, enda engin furða eftir þennan farkost sem við komum með. En kannski er bara best að þakka fyrir að vera komin heim. Ekki veit ég hvar ferðaskrifstofan fékk þessa flugvél leigða, en hún hlýtur að vera um það bil að komast í forn-flugvélaklúbbinn. Gamli Farmallinn á Melabergi var með sams konar hljóð þegar honum var startað!

Búið að vera gott frí sól og passlegur hiti, gott loftslag. Fólkið frábært hvað þjónustu varðar en hreinlætið mætti vera meira. Mér finnst algjörlega ótækt að nokkur ferðaskrifstofa bjóði upp á gistingu þar sem ætlast er til að notaður klósetpappír sé settur í ílát við hliðina á klósetinu! Þetta kemur ekki fram í kynningu ferðaskrifstofunnar á hótelinu. Þar segir bara: lítið og notalegt hótel, nýuppgert á besta stað í Marmaris...

En ég ætla að vera hérna á svæðinu fram á föstudag, á þá flug heim. Veit ekki hvort ég blogga meira héðan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stella Rán

Hef verið að velta fyrir mér að skrifa bókina, "Það sem enginn segir þér!!". Þetta verður kannski bara einn kaflinn

Stella Rán, 8.10.2008 kl. 15:44

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Velkomin til landsins! Hlakka til að sjá hreyfingu hér fyrir ofan mig

Úrsúla Manda , 8.10.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Stíg fyrir þig Tyrkneskan magadans Úrsúla mín, á svölunum!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 9.10.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband