19.10.2008 | 22:29
Já, það var töff að vera í teinóttu.
Forstjórar, fjármálaspekingar og minni spekingar eins og seðlabankastjóri, ráðherrar og forsetinn hömpuðu útrásinni sem eigendur bankanna stóðu fyrir. Tóku þátt í glæsiveislum þeirra sem kostuðu litlar eitt eða tvö hundruð milljónir. Fjölmiðlar eltust við skottin á þeim og allt var svo gott sem þeir gerðu þangað til. Meira að segja forstjóri Kauphallarinnar var yfir sig hrifinn af þessum snillingum.
Nú eru snillingarnir farnir úr landi og skilja eftir sig sviðna jörð. Þeir eru þó ekki á nástráinu sjálfir. Ekki aðeins þeir heldur líka bankastjórarnir vatnsgreiddu sem fengu milljarða í starfslok. Já, það var töff að vera í teinóttu.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ,hæ þetta er snildar færsla hjá þér!!! Hér sit ég og glápi bara útí loftið.....hugsa bara um morgundaginn. Vonandi á þetta allt eftir að ganga vel
Knús til þín
Jóna Harpa (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.