Dávur í Tjörnuvík

Ég hef oft sagt að heimurinn sé ótrúlega lítill. Fyrir rúmlega mánuði síðan hitti ég Dávur í Tjörnuvík og við vorum kynnt með þessum orðum; Dávur loksins hittirðu konu frá Norðfirði. Í ljós kom að Dávur hafði verið á Goðanesinu NK og stundað ýmsa aðra vinnu á Íslandi. Hann var mikill Norðfjarðarvinur og  hafði um margt að tala. Sérstaklega var honum hugleikinn vinur hans Herbert Þórðarson skipstjóri sem fórst með skipi sínu norðan við Færeyjar. Dávur gerði sér ferð til Norðfjarðar og dvaldi hjá Siggu Herberts sem var gift Herberti áður fyrr. Dávur þekkti vel til á Íslandi og var virkilega gaman að tala við hann. Það var Sveinur Ísheim Tummason sem leiddi mig til Dávur en hann var leiðsögumaður í ferð sem ég fór til Færeyja í september.

Hinn 19. september síðastliðinn var hann heiðursgestur í mannfagnaði á aðalræðisskrifstofu

Íslands í Þórshöfn, þegar þriðja og síðasta bindið af ævisögu hans kom út. Enginn Færeyingur hefur sagt svo nákvæmlega frá lífi sínu sem hann hefur gert í þessum þremur bókum, sem Sveinur hefur skráð. Dávur lést 13. október s.l.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband