20.10.2008 | 14:51
Ekki er allt sem sýnist
Það hefur verið forvitnilegt að hlusta á viðtölin við hina nýju bankastjóra Glitnis og Landsbankans. Tvær fjölhæfar konur sem stýrt hafa ákveðnum sviðum innan stofnana sinna. Það sem hefur brunnið á almenningi er spurningin um laun þessara nýju bankastjóra. Það hafa engar upplýsingar fengist um það en í sjónvarpinu í gærkveldi viðurkenndi önnur þeirra að hún hefði verið lækkuð í launum. Samkvæmt tekjublaði Mannlífs var Birna Einarsdóttir með 2.6 milljónir að jafnaði í laun á mánuði í fyrra. Atvinnuleysisbætur og elli- og örorkuífeyrir slefar 130 þúsundum á mánuði!
Ráðamenn voru í London fyrir skömmu til að fjalla um bankamálin. Þetta var fyrir hrunið. Viðskiptablaðið segir að með þeim í för hafi verið Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, en hann átti einmitt mikilla hagsmuna að gæta í Landsbankanum og ekki fráleitt að hann hafi verið innherji. Baldur seldi bréf sín tímanlega áður en bankinn var þjóðnýttur og bjargaði þannig langt á annað hundrað milljónum króna.
Dögum saman hefur Markaðurinn leitað eftir viðtali eða viðbrögðum fyrrverandi eigenda Landsbankans við þeirri stöðu sem komin er upp vegna Icesave-innlánsreikninganna. Björgólfsfeðgar vilja ekki tjá sig, ekki heldur Kjartan Gunnarsson, en hann var varaformaður bankaráðs og Björgólfur Guðmundsson formaður. Forkólfar annarra banka hafa komið fram í fjölmiðlum en frá Björgólfum og Kjartani kemur þögnin ein. Hermt er að Jón Ólafsson sé á leið til landsins eftir að hafa búið á hóteli í London undanfarin ár.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.