24.10.2008 | 11:35
Þegar ég sá hann
Það var Tyrkneskt kvöld. Matur að hætti innfæddra sem og hljóðfæraleikur og dans magadans. Mér finnst tónlistin þeirra lítið spennandi, alltof hávær og strengjaískur. Að borðhaldinu loknu tók við vestræn tónlist, rómantísk lög meðal annars með Eagles og fleiri góðum hljómsveitum.
*
Þá tók ég eftir honum, hann horfði á mig eins og ég væri ein í heiminum, svei mér þá ef ég roðnaði ekki. Reyndi að láta sem ekkert væri en verð að viðurkenna að hjartað var á fullu. Þegar ég leit næst á hann gekk hann til mín og bauð mér upp í dans. Ég var eins og í spennutreyju í örmum hans og mér var stýrt af öryggi í dansinum. Hann var hærri en ég, vitanlega svarthærður með svört leiftrandi augu með óræðu bliki í, tennurnar eins og perlur og varirnar fagrar og kyssilegar. Hann angaði af austrænum höfgum ilmi, einhvers konar muskilmi, sem fékk mig til að skjálfa.
*
Hver dansinn tók við af öðrum. Það var heitt inni svo við gengum út. Hvorugt okkar hafði sagt orð. Úti voru borð, stólar og bekkir og við settumst á einn þeirra. Ég var hrædd um að hann heyrði hjartsláttinn í mér. Hann sneri sér að mér, tók báðum höndum um vanga mína og strauk létt yfir varir mínar og hálfopnaði þær. Ég var týnd í heimi óþekktra ástríðna. Um leið og varir okkar mættust leit ég í svört augu hans og mundi um leið hvaða lag Eagles hafði verið að spila; Lyin Eyes.
*
Þá hringdi helvítis vekjaraklukkan.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stella Rán, 24.10.2008 kl. 16:42
Hahahahah ágætt svona ég ein í Sverige og dóttir mín 39 ára í Tyrklandi að heimsækja einn!
Edda Agnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 21:13
Þeir hafa aðdráttarafl þessir strákar. Þær voru þrjár þarna úti í Marmaris - að heimsækja.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.10.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.