Íhaldið og framsókn í allri sinni mynd

Öll munum við hvað gerðist þegar síminn var einkavæddur. Það er ekki þörf á að rifja það upp hér, nóg er nú samt. En þetta er enn eitt dæmið um vafasamar gjörðir Sjálfsæðisflokks og Framsóknarflokks þegar þeir kúrðu saman í ríkisstjórn og gældu hvor við annan. Ég ætla til annars símafyrtækis, það bjóða margir betur en Síminn.
mbl.is Síminn hægir á niðurhali stórnotenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju drífuru þig þá ekki í að flytja viðskiptin þín eitthvað annað. Frekar en að væla yfir því að það skuli vera sjálfstæðisflokknum og framsókn að kenna að síminn sé með hátt verð.

Síminn er bara með bestu þjónustuna, síminn á allar línurnar og viðskiptavinir símans hafa forgang á gagnanotkun á önnur fyrirtæki sem að leigja línur útfrá símanum.  Það er bara eðlilegt að síminn skuli þá vera örlítið dýrari en samkeppnisaðilar þar sem að þeir eru margfallt betri.

Ég hef það að atvinnu að búa til heimasíður og margt annað á þessu blessaða interneti og ég get alveg sagt það að ég fer ekki góðar sögur af hinum fyrirtækjunum.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:31

2 identicon

Sæll Arnar, ert þú mikið á "the internets" semsagt?



Þessi setning er þvag í heild sinni
"Síminn er bara með bestu þjónustuna, síminn á allar línurnar og viðskiptavinir símans hafa forgang á gagnanotkun á önnur fyrirtæki sem að leigja línur útfrá símanum.  Það er bara eðlilegt að síminn skuli þá vera örlítið dýrari en samkeppnisaðilar þar sem að þeir eru margfallt betri."

Síminn er með ágætis þjónustu, en Síminn á engar línur, ekki eitt einasta stykki. Fyrirtæki sem heitir Míla á þessar línur og endurleigir þær til allra fyrirtækja með fjarskiptaleyfi hérlendis. Þannig að rök þín um að Síminn eigi að vera dýrari því þeir eiga kerfið er hestaskítur.

Öll þessi fyrirtæki hafa jafnan aðgang að kerfum Mílu og því ekki hægt að byggja nein rök á þessu innleggi þínu að ofan. 

Mæli með því að þú kynnir þér hlutina áður en þú varpar út slíkri svakalegri vankunnáttu.

Þú berð fyrir þig mikla þekkingu á þessum markaði vegna þess að þú býrð til heimasíður sem er svipað og að bera fyrir sig þau rök að þekkja mikið til bílaframleiðslu ef þú ert að vinna á dekkjaverkstæði.

Góðar stundir

Hörður Ágústsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:44

3 identicon

Sko, einkavæðing Símans bætti Símann óhemju mikið. Þú heldur kannski að Póstur & Sími hafi verið einhver draumur í dós en svo var ekki. Núna geturðu allavega leitað annað, og ég skil ekki hvers vegna þú ert að væla yfir Símanum þegar enginn er að neyða þig til að nota þjónustu þeirra. Þeir eru ekki í neinni betri stöðu en hver annar til að bjóða þér ódýrari tengingar.

Ég vann hjá Símanum þegar einkavæðingin stóð yfir, og fyrst var mér svolítið í nöp við þetta sem internet-notandi, en ég get sagt þér að starfssemin batnaði meira en orð fá lýst, og ef þú fílar ekki þjónustuna geturðu bara einfaldlega farið annað! Hvað er svona erfitt eða ósanngjarnt við það? Heldurðu að þeim finnist bara gaman að missa kúnna?

Og hvað í fjandanum kemur Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn þessu við? ÞAÐ ER STAÐREYND að rekstrarkostnaður ALLS á Íslandi hafi hækkað og muni halda áfram að hækka, það er óumdeild, borðliggjandi staðreynd! Hvað ættu Sjálfstæðismenn og Framsókn að gera í þessu? Hvernig hefði Póstur & Sími brugðist við?

(Athugaðu að ég fyrirlít Sjálfstæðisflokk og Framsókn, en ekki fyrir þetta.)

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:52

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Takk strákar, þetta eru hressileg skoðanaskipti. Ég hef svo sem heyrt frá feirum en ykkur sem lofsyngið símann, kannski með réttu en kannski ekki. Já ég get skipt um símafyrirtæki og það geri ég sennilega, en takk fyrir innleggin.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 29.10.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband