Mister Sommers

   Að kvöldi 10. október 1955 kom breski togarinn Lord Lloyd á mikilli ferð inn Norðfjörð og stefndi á bæjarbryggjuna.  Nokkrir menn voru á bryggjunni og tóku á móti springnum.  Eflaust hafa þeir átt von á því að togarinn myndi stoppa þarna í einhvern tíma, en þegar þeir höfðu sett springinn fastan og bógur togarans nam við bryggjuhausinn stökk skeggjaður maður ofan úr togaranum og á bryggjuna.  Í sömu andrá var öskrað úr brúnni að sleppa og þegar svo hafði verið gert bakkaði togarinn frá bryggjunni, snerist í hálfhring og hélt síðan fúllspítt út fjörðinn.

    Maður þessi, sem þarna stökk í land, reyndist heita Martin Sommers.  Hann var frá Nýja-Sjálandi og hafði þann starfa að ritstýra erlendu fréttadeildinni hjá bandaríska vikuritinu The Saturday Evening Post.  Dvöl Sommers um borð í togaranum mun hafa tengst þessu starfi hans, en hún varð þó hálf endaslepp og kom þar nokkuð sérkennilegt til.  Hann var nefnilega gæddur þeim hæfileika að geta dáleitt menn og komst sú saga á kreik að hann hefði hvað eftir annað dáleitt alla karlana í miðri aðgerð, þannig að þeir ýmist stóðu stífir og duttu svo hver um annan þveran í veltingnum eða rugluðust svo gjörsamlega að þeir settu alla hausa niðrí lest, en fleygðu afganginum af þorskinum fyrir borð.  Skipstjórinn veitti því athygli að ekki var allt með felldu á dekkinu og spurði stýrimanninn hverju það sætti.  Var því svarað til, að nýjasti meðlimurinn um borð hefði þessi áhrif á karlana og þar af leiðandi taldi skipstjórinn það nauðsynlegt, að taka hann tali og fá botn í þetta. 

   Sommers var því kallaður upp í brú, en þar gerði hann sér lítið fyrir og dáleiddi skipstjórann og lét hann síðan toga í tvo sólarhringa samfellt á einhverjum slóðum, þar sem aldrei hafði fengist bein úr sjó og varð engin breyting á því.  Ekki er vitað hvernig skipstjórinn losnaði úr dáleiðslunni, en þegar að því kom að hún bráði af honum læsti hann að sér í brúnni til að fyrirbyggja frekara samneyti við dávaldinn og síðan var stefnan tekin þangað sem styst var til lands.  Það var til Neskaupstaðar og þar losuðu skipverjarnir sig við Sommers.

   Mister Sommers, en svo var hann kallaður hér í bæ þó hann héti Martin, hélt samkomur í Bíó-húsinu í Neskaupstað og dáleiddi þar margan mektarmanninn við mikinn fögnuð okkar krakkanna sem upplifðum þarna mikið ævintýri. Meðal annars lét hann menn ganga um og selja egg úr ósýnilegri körfu og kyssa unglingsstúlku sem viðkomandi hafði í fanginu, en auðvitað var engin stúlka þar.

Jónas Árnason segir frá Mister Sommers í einni af bókum sínum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessa sögu er maður búin að heyra oft og fæ aldrig leið á henni,finnst hún virkilega fyndin.Svo er nú búið að krydda söguna svo oft,bara enn meira gaman að henni fyrir vikið.Elma,komdu með fleiri svona sögur.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 160611

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband