9.11.2008 | 14:23
„Ég hef nú sjaldan verið algild
Út er komin ævisaga Önnu Mörtu á Hesteyri í Mjóafirði skrifuð af Rannveigu Þórhallsdóttur. Óhætt er að segja að Anna á Hesteyri hefur ekki bundið sína bagga sömu hnútum og samferðamenn. Hún er alveg einstaklega skemmtilegur og hrífandi persónuleiki. Brosandi, tannlaus fegurðardís í sóleyjarskrúða? Ruslasafnari á hjara veraldar? Hetja? Verndari utangarðs- og glæpamanna? Hvað er hún? Til hvaða ráða grípur Anna á Hesteyri þegar til hennar kemur óboðinn gestur um nótt? Hvað fékk hún Landhelgisgæsluna til að gera? Hvernig lék hún á dýralækninn?
Og hverju lofaði hún þegar í óefni stefndi í bílprófinu? Jú það eru sko engin hringtorg í Mjóafirði.
Útgefandi er Hóla bókaútgáfa en að henni standa systkinin Anna og Guðjón Eiríksbörn. Þau eiga ættir sínar að rekja til Norðfjarðar og Eskifjarðar og til að upplýsa fólk enn frekar eru þau sonarbörn Bjarna Þórðarsonar, fv. bæjarstjóra og konu hans Önnu Eiríksdóttur.
Til að bókin nái til sem flestra austfirðinga hefur útgefandinn ákveðið að bjóða þessa bók hér og nú með 25% austfirðinga afslætti. Tilboðsverð hér: 3.700 kr, almennt verð 4.980.- Áhugasamir panti með tölvupósti á netfangið annaeiriks@simnet.is og eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja þar með.NAFN KAUPANDA - HEIMILISFANG OG PÓSTNR - KENNITALA - HEITI BÓKAR OG TILBOÐSVERÐ -
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra Elma, takk fyrir þetta!
Við þyrftum að hittast yfir kaffibolla, kíki á þig næst þegar ég kem í fjörðinn.
Bkv.
Rannveig
s. 866-2967
Rannveig Þórhallsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.