Siðlaus ósk um styrk

Ég get ekki orða bundist að lesa það í fundargerð hafnarstjórnar Fjarðabyggðar að hún hafi samþykkt að veita Olíuverslun Íslands styrk til að viðhalda trébryggju, sennilega við Olís stöðina.

Þetta heitir að kyssa á vöndinn. Olíuverslun Íslands eins og aðrar olíuverslanir í landinu hafa mergsogið íbúa og fyrirtæki þessa lands með óhóflegum álögum á eldsneyti. Það eitt að leyfa sér að fara fram á styrk til viðhalds bryggjunnar sýnir betur en allt annað siðleysi ráðamanna Olís.

Að hafnarstjórn skuli samþykkja styrkveitinguna, þó með fyrirvara sé, er kapituli út af fyrir sig. Ég hefði haldið að þeim peningar sem eru afgangs í hafnarsjóði Fjarðabyggðar væri betur varið en í Olíuverslun Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er furðulegt. Hver er umboðsmaður Olís? Hefur hann einhver tengsl inn í bæjarstjórn? Sveitarstjórnir hafa ekki heimild í svona verkefni fyrir einkafyriræki. Svo er þetta örugglega brot á samkeppnislögum.

Haraldur Bjarnason, 12.11.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Já þetta er furðulegt. Veit ekki um nein tengsl inn í hafnar- eða bæjarstjórnina og hef líka ekki hugmynd um samkeppnislögin. Held að hafnarstjórnin hafi eitthvað misstigið sig þarna. Held að Olís umboðið í Fjarðabyggð sé á Reyðarfirði. 

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 13.11.2008 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband