Ég ætla að fá eitt svona loðið

Sem búandi í Neskaupstað alla mína ævi fer ekki hjá því að ég muni eftir Önnu á Hesteyri og ég man líka vel eftir Láru, mömmu hennar. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar ég átti fyrst orðaskipti við Önnu. Þá var ég 14 ára gömul og var að vinna í bakaríinu hjá Línu og Sigga.

Þær mæðgur komu í bakaríið, ekki man ég hvað þær keyptu, en Lára fór út á undan Önnu, þurfti að skreppa yfir götuna í SÚN  og Anna varð eftir. Hún leit yfir sæta brauðið sem var útstillt á borði bak við afgreiðsluborðið og sagði svo; ég ætla að fá eitt loðið. Ég man að ég hváði og hún endurtók með niðurbældum hlátri; ég ætla að fá svona, eitt loðið. Ég man að mér var ekki alveg sama, það var ekkert loðið að fá í bakaríinu, svo ég sagði við hana komdu bara hérna inn fyrir og sýndu mér hvað þú ætlar að fá. Anna kom inn fyrir afgreiðsluborðið, það kraumaði í henni hláturinn, hún gekk að borðinu með sætabrauðinu og benti á kókos kúlurnar og sagði “ég ætla að fá eitt svona”. Hún hafði aldrei séð kókos kúlur fyrr og var furða þótt henni hafi fundist þetta vera eitthvað loðið.

Siggi bakari sem hafði fylgst með þessu í gegnum glugga sem var á milli brauðgerðarinnar og búðarinnar, kom fram settir nokkrar kókos kúlur í poka og rétti Önnu.

*

Ég tók viðtal við Önnu á dögunum, það mun birtast í Austurglugganum á fimmtudaginn, þar segi ég frá þessum fyrstu kynnum mínum af henni.

IMG_2811


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Mig hlakkar virkilega til að fá bókina um Önnu. Er búin að panta hana

Rannveig H, 18.11.2008 kl. 11:01

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég las hana á einu góli áður en ég tók viðtalið við hana. Nafna þín Þórhallsdóttir gerði vel þegar hún skrifaði þessa bók.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 18.11.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband