Vá, rosalegur dráttur!

Ekki lék lánið við íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu þegar dregið var í riðla Evrópumótsins sem fram fer í Finnlandi næsta sumar. Íslenska liðið lenti í erfiðasta riðlinum í keppninni með heimsmeisturum Þjóðverja, Noregi og Frökkum. Landsliðsfyrirliðinn og þjálfarinn eru  á því að allt sé mögulegt í þessum efnum. Við höfum sigrað Frakkana sagði þjálfarinn og að leika við heimsmeistara Þjóðverja er bara áskorun sem við tökum. Svona á að horfa á málin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Elma þó! Eins siðprúð og ég hélt þig vera. Fyrirsögnin þín á frétt um kvennaliðið.

Haraldur Bjarnason, 18.11.2008 kl. 19:08

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Kallinn minn. ég sé ekkert ljótt við þessa fyrirsögn. Það var dregið í riðla og mér finnst drátturinn vera rosalegur. Æ veistu, ég er orðin leið á að vera siðprúð. Aturðir liðinna vikna hafa breytt mér í villidýr!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 18.11.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband