19.11.2008 | 08:42
Ekki leiðum að líkjast
Óskarsverðlaunaleikkonan Helen Mirren (63) hefur viðurkennt að hafa aldrei haft áhuga á því að eignast börn og þó svo að hún hafi ekkert á móti því að passa gríslinga af og til sé hún ógurlega ánægð þegar hún getur skilað þeim aftur til foreldranna. Helen telur að ástæðu þess að hún sé lítið móðurleg megi rekja til myndbands af barnsburði sem henni var sýnt í skólanum þegar hún var þrettán ára gömul. Það var hrikalegt og ég mér bauð við barnsburði eftir það.
*
Anna Marta á Hesteyri er með svipaðar skoðanir og Óskarsverðlaunaleikkonan. Það kemur fram í ævisögu Önnu sem er nýkomin út. Þar segir Anna að hún hafi ekki viljað fara í happdrætti með líf sitt. Og hún heldur áfram; Ástarlíf mitt, það má setja stórt, svart strik yfir það! Það hefur aldrei verið til! Mér finnst það andstyggilegt! Að fara að bindast, láta kannski fara með sig eins og skepnu, eins og mér skilst að það sé. Einhvern veginn verða börnin til. Það er óhugnaður. Hanga svo saman á þessu alla ævina.
*
Já Helen Mirren má þakka fyrir að vera borin saman við Önnu á Hesteyri.Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki alvitlaus samanburður þetta og virða ber sjónarmið þessara kvenna.Kann alltaf vel við það þegar fólk þorir að spyrna á móti hversdeginum. Og standa með sjálfum sér.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:58
Sæl frænka, þó fjarskyld sért. Höfundur bókarinna, Rannveig Þóhallsdóttirl, las úr bókinni á FSN og hjá eldri borgurum í dag og var gerður góður rómur að bókinni. Anna á Hesteyri er flott.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 19.11.2008 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.