1.12.2008 | 20:41
Til hamingju með daginn
Er ekki rétt að byrja á því að óska þjóðinni til hamingju með 90 árin. Vonandi er þess minnst með viðeigandi hætti og allt tal um inngöngu í ESB hljóðni. Innganga okkar í ESB er fullt afsal á sjálfstæði þjóðarinnar, um það þarf enginn að efast.
Er ekki í neinu bloggstuði en ætla samt að eins að láta vita af mér. Hef eytt nokkrum dögum í skemmtanir, át og leti. Fór til Akureyrar og var það í nokkra daga. Var heilan dag á náttfötunum einum fata eftir heimkomuna. Fór svo í gær á aðventutónleika Kórs Fjarðabyggðar, ásamt barnakórum frá Eskifirði, Norðfirði og Reyðarfirði, að þeim ógleymdum Diddú og Agli Ólafssyni. Frábær skemmtun fyrir troðfullri kirkju- og menningarmiðstöð.
Inga T diskurinn kom loksins í hús í gær, réttara sagt nokkrir tugir diska en aðalsendingin hefur væntanlega komið í dag. Gerði svolítið af auglýsingum og jólakortum í dag og ætla að fara annað kvöld í Egilsbúð þar sem SÚN mun úthluta styrkjum, væntanlega til menningar- íþrótta- og tómstundamála. Svolítið öfugt við það sem er að gerast í þjóðfélaginu, sem sagt ekkert krepputal.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.