3.12.2008 | 12:37
Burt með útvarpsstjórann
Ég vil reka útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Hann á ekkert erindi í útvarp allra landsmanna.
Í áskorun sem ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi sendu á forsvarsmenn Ríkisútvarpsins er sú ákvörðun Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, að leggja niður svæðisútvarp landshlutanna harðlega gagnrýnd. Þar segir meðal annars: ,,Að leggja svæðisútvarpið niður er gróf aðför að íbúum landsbyggðarinnar og klár skerðing á þjónustu við fyrirtæki á landsbyggðinni. Ef áform útvarpsstjóra ná fram að ganga er í raun verið að setja heftiplástur yfir munn landsbyggðarinnar, skerða lífskjör, tækifæri og sjálfstæði okkar".
Þetta er alveg rétt og með öllu óskiljanlegt það vald sem útvarpsstjóri hefur, sem er nánast ótakmarkað eftir að Ríkisútvarpið, útvarp allra landsmanna var gert að OHF. Við hérna fyrir austan munum vel hvað við misstum mikið þegar Stöð 2 hætti þjónustu sinni hér eystra og nú þegar útvarpið okkar, eigum við ekki að segja að svo sé, hættir landsbyggðarþjónustunni.
Það er einn jákvæður punktur í þessu, kannski rennur tími héraðsfréttablaðanna upp aftur. Það væri vel því þar er sagan skráð, hún er að hluta til hjá útvarpinu en verður aldrei það sem héraðsfréttablöðin voru.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það fáránlegast við þetta Elma er að með ví að leggja niður svæðisútsendingar tapast peningar því auglýsingar í svæðisútvörpum gera meira en að greiða upp kostnað við þær. Auglýsingatekjur svæðisstöðvanna hafa hins vegar aldrei komið þeim til góða því þær hafa runnið í hítina í Efstaleiti. - Svo er þetta gert í nafni sparnaðar. - Palli Magg og hans hyski hugsa varla lengra en út fyrir dyrnar í Efstaleiti. Hann kemst upp í jeppann innan dyra og veit ekkert hvað gerist utan dyra.
Haraldur Bjarnason, 3.12.2008 kl. 18:40
Hjartanlega sammála þessu Halli. Það er leiðinlegt til þess að vita að dekurrófa einhvers ráðherrans, trúlega þess sem stjórnar menntamálunum, skuli geta hagað sér svona. Svæðisstöðvarnar hafa ekki verið baggi á útvarksbákninu í Efstaleiti.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 3.12.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.