12.12.2008 | 10:42
Siðleysið algjört
Þetta heita víst viðskipti og sálfsagður hlutur þegar bankaræningar og stórfyrirtæki eiga í hlut. En það er ekki minnst á að bankarnir stálu af þeim viðskiptavinum sínum, sem áttu sparnað sinn í peningasjóðum bankanna tugum milljóna króna. Við sem áttum þessa peninga getum kannski keypt þá til baka á brunaútsölu. Fengið 44% afslátt af verðmæti upphæðarinnar?
Skuldabréf eigenda 20% af sjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki í lagi með þig? Gjaldþrota bankarnir voru þarna að kaupa út verðlausa pappíra og borguðu fyrir þá 56% verðs.
Hugsaðu þetta svona...Peningamarkaðssjóðirnir eru sjálfstæðir sjóðir á sér kennitölu. Sjóður kaupir skuldabréf í bönkum og fyrirtækjum fyrir pening sem kemur frá þeim sem kaupa sig inn í sjóðinn.
Bankarnir og fyrirtækin fara síðan á hausinn og sjóðurinn sér fram á að tapa þeim peningum sem voru til ávöxtunar. Bankarnir koma þá til og kaupa upp þessi skuldabréf (bæði á bankana sjálfa og líka útgefin af fyrirtækjunum).
Mér finnst eiginlega skrítnara að bankarnir hafi keypt nokkurn skapaðan hlut til baka, hvað þá að hafa borgað 56% af verðmæti fyrir hrun þegar ljóst var að pappírarnir voru ekki mikils virði.
Maelstrom, 12.12.2008 kl. 11:02
Það er þess vegna sem ég spyr hvort ég geti fengið 10 milljónir fyrir 5.6. En auðvitað er ekki í lagi með mig.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 12.12.2008 kl. 11:20
Ég skal redda þér þessum díl ef þú vilt. Ertu tilbúin til að borga 5,6 milljónir fyrir skuldabréf í Glitni, sem fyrir 2 mánuðum kostuðu 10 milljónir?
Ég á nefnilega 10 milljóna skuldabréf frá Glitni sem mig vantar að losna við en enginn vill kaupa. Skil það ekki alveg því Peningamarkaðssjóðirnir gátu einhvern veginn losnað við þessi skuldabréf og fengið 5,6 milljónir fyrir. Ég er greinilega ekki sami sölumaður og þessir guttar hjá sjóðunum því ég losna ekki við mín skuldabréf. Ég er samt mjög ánægður með að hafa rekist á þig...skal meira að segja slá aðeins af og þú færð þetta á sléttar 5 milljónir. Þú græðir 100%!!!
Sæll, eigum við að ræða þetta eitthvað?
Maelstrom, 12.12.2008 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.