19.12.2008 | 22:42
Tertuspaði
Ég fékk tertuspaða í jólagjöf frá sparisjóðnum mínum. Ég átti nokkra fyrir. Auðvitað er merki sparisjóðsins á honum þannig að ég er ekki viss um að ég muni hafa hann í þeim tertum sem ég á eftir að bera fram.
Ég held að gefendum gangi allt gott til, þarna eru þeir að ná sér í ódýra auglýsingu og láta um leið líta svo út sem viðskiptavinirnir séu þeim einkar hjartafógnir. Sparisjóðirnir eru ekki einir um þetta. Ég fékk í vikunni rafhlöðu frá TM, á núna þrjár svoleiðis en engan reykskynjara í lagi. Í fyrra gaf Fjarðabyggð öllum starfsmönnum sínum handklæði, merki sveitarfélagsins saumað í þau, flott gjöf, góð auglýsing. Þetta gerði Síldarvinnslan líka fyrir nokkrum árum og SVN handklæði lágu út um allt. Voru skilin eftir í sundlauginni, í íþróttahúsinu og á íþróttavöllunum, meira að segja sá ég eitt í íþróttahúsi á Möltu.
Hættið þessari auglýsingamennsku, notið peningana til einhvers annars, allavega ekki í tilgangslausar jólagjafir, sem í raun fáir eða enginn kærir sig um.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála!
Elín Anna Hermannsd. (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 22:16
Nokkuð til í þessu!
Edda Agnarsdóttir, 21.12.2008 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.