29.12.2008 | 13:24
Litla Hraun og jólin
Helgi Seljan er uppáhalds fréttamaðurinn minn. Hann fékk það verkefni fyrir jólin að fara á Litla Hraun og fylgjast með undirbúningi fanganna fyrir jólin. Í góðum pistli í Fréttabalðinu í dag er fjallað um þessa heimsókn og þar segir meðal annars: Í bráðskemmtilegri samantekt komst ég að því að á Litla-Hrauni sérpanta fangarnir mat. Ekki þarf að koma nokkrum manni á óvart að þeir panta reykt svínakjöt, hangikjöt auðvitað og blandað sjávarfang og ónefndur fangi hefur getið sér gott orð fyrir súkkulaðibitakökurnar sínar. Andrúmsloftið í fangelsinu er sérstakt yfir hátíðarnar, og eins og gefur að skilja er það blendið. Margir fangar eiga um sárt að binda. En svo er reyndar um fleiri. Hvað um konurnar sem hefur verið nauðgað? Hvað um svívirtu börnin og þeirra fólk? Hvað um foreldra þeirra myrtu? Ætli þessi hópur hafi átt gleðileg jól? Leturbreytingin mín.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.