Íhaldið í hnotskurn

Er þetta ekki íhaldið í hnotskurn?  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki unnt að fordæma aðgerðir Ísraela að svo stöddu! Ríkisstjórnin hafi ekki rætt málið en geri það væntanlega í vikunni. Ekki megi gleyma ábyrgð Hamas-samtakanna á ástandinu. Í vikunni þýðir að hundruð saklausra borgara hafa látið lífið. 

Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Noregs og Frakklands hafa fordæmt framgöngu Ísraels á Gaza-svæðinu. Þorgerður Katrín segir að íslenskum ráðamönnum sé mjög brugðið hvernig komið sé. Ekki sé unnt að fordæma árásina þar sem ríkisstjórnin hafi ekki komið saman til að ræða málið. Enn og aftur segir hún: Það verður væntanlega í vikunni!

Fulltrúi Bandaríkjanna í Öryggisráðinu er sagður hafa staðið í vegi fyrir því að krafa um vopnahlé án tafar næði fram. Þetta styður íhaldið á Íslandi. Öryggisráðinu ber skylda til að stöðva hernaðinn og Ísraelar verða að hætta að virða alþjóðalög að vettugi. Ég vil slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og það strax. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband