9.1.2009 | 14:38
No euro, no eurovision
Svarthöfði segir fjórtán ástæður séu fyrir því að Íslendingar ættu að sniðganga Eurovision-söngvakeppnina í ár. Undankeppnin fyrir Eurovision hefst um helgina. Íslendingar hafa kostað gríðarlega miklu til þátttöku. Í fyrra eyddi RÚV gríðarlegum fjármunum í undankeppnina sem taldi á annan tug þátta. Nú er RÚV nánast á hausnum og, viti menn, kostnaðurinn fellur á almenning og starfsfólk RÚV, sem hefur sumt verið rekið úr starfi þrátt fyrir að hafa staðið sig vel.
Í mörg ár var eitt helsta áhyggjuefni Íslendinga að landið gæti ekki boðið upp á viðunandi húsnæði til að halda Eurovision eftir sigur. Eurovision-draumur Íslendinga náði hátindi við byggingu Tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn. En nú stendur Eurovision-höllin tæplega fokheld eins og draugahús gervigóðærisins. Við höfum ekki efni á að klára húsið.
*Niðurskurðarhnífur ríkisins bitnar nú á sjúklingum, nemendum, börnum, öldruðum og í raun öllum Íslendingum, þegar það ætti að byrja á vitleysu eins og Eurovision. Eurovision er ekki einu sinni réttnefni lengur. Síðast voru fimm af tíu stigahæstu keppendunum frá Asíuríki. Sigurland síðustu keppni, Rússland, er að litlum hluta í Evrópu.
*Við höfum einfaldlega ekki efni á því að vinna Eurovision. Ef svo ótrúlega færi að við skyldum fá stig frá Asíu og vinna þessa keppni myndum við verða okkur algerlega til skammar á Evrópuvettvangi, þegar keppnin yrði haldin í Egilshöll í Grafarvogi og kynnarnir yrðu Bogi Ágústsson og Elín Hirst.
*Þetta eru aðeins nokkur af 14 atriðum sem Svarthöfði telur upp. Ég er sammála honum, aldrei þessu vant.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála
Stella Rán, 9.1.2009 kl. 17:51
Svei mér ef ég er ekki líka sammála. Þetta er eitt af vanþróunarmerkjum Íslands!
Edda Agnarsdóttir, 9.1.2009 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.