12.1.2009 | 17:23
Ruglið heldur áfram
Á sama tíma og skólamáltíðir eru innheimtar af hörku eftir því sem DV segir, greiða ríkisstarfsmenn kúk og kanil fyrir veislumáltíðir alla virka daga. Hvar er réttlætið?
Það eru börnin sem gjalda þessarar fjármálakreppu sem nú er. Ef það er satt að Intrum sé sigað á skólabörn er eitthvað mikið að.
Hjá Hagstofunni, svo dæmi sé tekið starfa um 120 manns, þessi stofnun er tekið þar sem þetta virðist vera eina ríkisstofnunin sem gefur upp fjölda starfsmanna og nöfn. Og þið getið rétt ímyndað ykkur raunkostnaðinn við hverja máltíð, svo ég tali nú ekki um ríkisspítalana sem er með um 6000 starfsmenn.
Ég gæti skilið hlunnindagreiðslur sem þessar ef þetta væri láglaunafólk samkvæmt skilningi mínum, og tek ég þá atvinnuleysisbætur sem dæmi, en þó sumir hafi ofurlaun þá veit ég að aðrir hafa miklu minna.
Látið þá sem hafa launin greiða fyrir matinn sinn, gefið börnunum frítt að borða. Ekki láta börnin greiða fyrir máltíðir kennaranna, eða gjaldkerann fyrir mátíðir bankastjórans.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ Elma mín
Það verður nú víst seint talið að maturinn á spítalanum sé veislumáltið, það geta allir vitnað um það sem legið hafa á spitala - starfsfólkinu er ekkert boðinn neinn annar matur en það sem er í boði fyrir sjúklingana og trúðu mér það eru sko ekki allir starfsmenn sem fá sér mat
kv. Camilla
Camilla (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 21:04
Vá en ánægjulegt að fjölskyldumeðlimur skuli svara mér, sem og þekkir af eigin raun fæðið á spítulunum. Trúi þér alveg en ég hef líka verið á sjúkrastofnun. Það er kannski ekki neitt lúxusfæði en fæði samt. Ég er kannski frekar að meina aðrar ríkisstofnanir eins og banka og ráðuneyti. Ég er samt viss um að þeir sem fá fæði á ríkisstofnunum greiða það ekki að raunvirði. Hvað verður í kvöldmatinn hjá þér?
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 14.1.2009 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.