15.1.2009 | 23:04
Oj barasta
Hún var merkilega þessi umræða sem var í Kastljósinu í kvöld. Stúlkan ráðin sem flugstjóri áður en hún fór í námið. Svona var og er einkavinavæðing sjálfstæðismanna og já hún nær til allra stjórnmálaflokkanna en íhaldið er sýnu verst. Hvernig á maður að vita eftir þessa uppljóstrun hvort flugmennirnir sem eru að fljúga okkur á milli staða innanlands eða utan séu með flugmannspróf? Hvort þeir eru bara ekki vinir, vina, vinanna sem eiga vini sem ráða? Eða hvort skipherrar Landhelgisgæslunnar eru með pungaprófið eða 100 tonna réttindin. Hvaða réttindi er forstjóri gæslunnar með? Hvaða leyfi hefur hann til slíkra gjörða?
Það eina sem hægt er að treysta á núna er sú mikla samkeppni sem er meðal flugmanna, þannig að ég treysti því að þeir sem hæfastir eru séu ráðnir. Nema einhvern þekki einhvern sem þekkir einhvern sem er vinur einhvers sem á vin og kýs rétt. Oj barasta.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála, þetta er bara "oj bara" eins og svo margt annað í þessu þjóðfélagi í dag.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN, MAMMA MÍN, KÆR KVEÐJA PETRA
Petra (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 07:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.