Tvískinnungur Moggans

Er það ekki merkilegt að það er fyrst í dag þegar átta ára valdatíð Bush lýkur í Bandaríkjunum sér Mogginn fyrst ástæðu til að segja sannleikanna, eða hálfan sannleikann um stjórnarhætti forsetans fyrrverandi. Í leiðara dagsins segir meðal annars:

*

“Forsetinn fráfarandi skilur eftir sig rjúkandi rúst. Bandarískur efnahagur er í molum. Þegar hann tók við var afgangur á fjárlögum, nú er hallinn meiri en nokkru sinni áður. Röng stefna í peningamálum hefur skilað fjármálahruni, sem gætir um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Tvær milljónir starfa hafa gufað upp í Bandaríkjunum á undanförnum fjórum mánuðum. Húsnæðismarkaðurinn er hruninn og þjóðarframleiðslan skreppur saman.*Bandaríkin hafa löngum haldið á lofti kyndli frelsis, jafnréttis og mannréttinda, þótt vissulega hafi þessara háleitu hugsjóna ekki alltaf gætt í verki. Bush náði hins vegar botninum með atlögu sinni að mannréttindum. Hann lýsti velþóknun sinni á pyntingum fanga. Tók steininn úr þegar lögfræðingar stjórnar hans settust niður til að finna leiðir til að skilgreina pyntingar þannig að þær féllu ekki undir skuldbindingar alþjóðasáttmála. Sömuleiðis hafa órökstuddar handtökur verið leyfðar og þess eru dæmi að mönnum hafi verið haldið svo árum skipti án dóms og laga. Fangelsið í Guantanamo á Kúbu er dapur vitnisburður um stjórnartíð forsetans. Hryðjuverkin 11. september voru notuð sem átylla til að ráðast inn í Írak. Fullyrðingar um að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum reyndust þvættingur. Nú segir Bush að þetta hafi verið mistök í öflun upplýsinga. Staðreyndin er sú að sannfæring Bush og liðsmanna hans um að Saddam Hussein ætti gereyðingarvopn var byggð á sandi og hæpnum vísbendingum var teflt fram sem órækum sönnunum. Bush sagði í liðinni viku að hann sæi enga ástæðu til að biðjast vægðar vegna þess, sem hefði gerst meðan hann var á vaktinni”.

*

Er þetta ekki eitthvað sem við þekkjum frá hruni bankanna? Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson, Pálmi Haraldsson og fleiri og fleiri sjá ekki ástæðu til að biðjast vægðar eða biðjast afsökunar, enda er það og hefur alltaf verið svo að þjófar eru dæmdir fyrir að stela vodkapela en steli þeir milljónum og jafnvel milljörðum er þeim hampað. Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur setið í ríkisstjórn hátt á annan áratug ber enga ábyrgð. Fjármálaráðherrann sem er dýralæknir að mennt ber enga ábyrgð, ekki heldur Seðlabankastjórinn sem heldur Sjálfstæðisflokknum enn í heljargreipum. Það er kannski þess vegna sem Mogginn hefur ekki fjallað um valdatíð Bush. Það má líkja þeim saman honum og Davíð. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband