22.1.2009 | 12:53
Einmenningskjördæmi er lausnin
Las ágætis grein á Eyjunni um breytingar á kosningalöggjöfinni. Get tekið undir það sem þar kemur fram og er fyllilega sammála geinarhöfundi um að krafa um breytingar eigi eftir að vaxa. Ég er líka sammála því að taka upp einmenningskjördæmi það hefur lengi verið skoðun mín. Þá er kosið um einstaklinga sem fulltrúa á Alþingi og þessi breyting gæti þýtt það að flokkar yrðu aðeins tveir en jafnframt opnuðust möguleikar fyrir einstaklinga utan flokka að ná kjöri og þar réði fyrst og fremst persónulegar vinsældir. Með þessu losnuðum við við duglausa þingmenn sem eru þarna bara til að hirða launin sín. Og það verður að segjast eins og er að þeir eru margir á þingi. Með þessu værum við líka að koma í veg fyrir flakk atvinnupólitíkusa milli landshluta til að ná kjöri, en þess eru nokkur dæmi núna og það umdeildasta er flakk Árni Matt í Suðurkjördæmi. Jáurunum mun fækka og færri fylgja flokkslínum. Þeir vita nefnilega að þeir þurfa að sækja umboð sitt til íbúa sins svæðis. Þá verður engin uppröðun eða kynjahlutfall sem reddar þeim.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.