19.2.2009 | 09:49
Ég fer á ţing
Ég hef ákveđiđ ađ gefa kost á mér til setu á Alţingi Íslendinga. Ég tók ţessa ákvörđun í nótt ađ vandlega athuguđu máli. Ég hef aldrei fariđ í launkofa međ pólitískar skođanir mínar ţćr snúast um brćđralag og jafnrétti. En ég tók ţessa ákvörđun í ţeirri vissu ađ ég á fullt erindi á ţing. Er skelegg og málefnaleg og mun beita kröftum mínum sérstaklega í ţágu landsbyggđarinnar, einkum Austurlands. Ég hélt minn fyrsta frambođsfund í nótt og var hann vel sóttur og ég ákaft hvött áfram. Fjölmargir lofuđu mér stuđningi og peningum til ađ fjármagna frambođiđ. Ég man ekki hver var fundarstjóri en ég flutti magnađ lokaávarp sem hver fullgildur stjórnmálamađur hefđi veriđ fullsćmdur af. Ég er ţegar byrjuđ ađ skrifa jómfrúarrćđu mína á ţinginu.
Ţegar hamarinn féll í fundarlok. Hrökk ég upp. Ţetta var ţá bara draumur eđa kannski bara martröđ. Allavega var mér létt ţegar ég loksins gat opnađ augun og gert mér ljóst ađ ég var ekki ađ fara á ţing, heldur í frambođ í Félagi eldri borgara á Norđfirđi.
Um bloggiđ
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ţú ert kannski búinn ađ ganga međ ţingmanninn í maganum í mörg ár og ţarna var hann ađ fá sína útrás, í draumi. Gangi ţér vel í frambođi í félagi eldri borgara.
Hólmfríđur Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 14:33
Nei Hólmfríđur, ég hef aldrei gengiđ međ ţingmann í magnaum. Bćđi samt stelpu og strák og hvorugt ţeirra er ţingmađur! Tók ađ vísu einu sinni ţátt í skođanakönnun, ţađ var fyrir tíma prófkjörana og lenti í efsta sćti. Hef meiri áhuga á ađ starfa í grasrótinni en í framvarđasveitinni.
Hulda Elma Guđmundsdóttir, 19.2.2009 kl. 14:58
Ţetta var nú bara smá djók og ekki illa meint nema síđur vćri.
Nýtt lýđveldi - skrifa undir áskorun HÉR
Hólmfríđur Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 15:05
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.