23.2.2009 | 12:50
Ef þú getur ekki sigrað óvininn gakktu þá í lið með honum
Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, líkir kosningafyrirkomulaginu á Íslandi við kosningakerfið á tímum Sovétríkjanna sálugu. Þar hafi flokksræðið verið algjört. Þegar kjósandinn hafi farið á kjörstað hafi hann bara getað kosið einn flokk. Hér á landi sé svipuð staða. Enginn geti komist til áhrifa í stjórnmálum nema með því að ganga í stjórnmálaflokk og vinna sig upp í gegnum hann.
Ég get verið sammála Ómari og bendi á að þegar vinstri stjórn var við völd í Neskaupstað í rúmlega hálfa öld, var íhaldstjórninni í Reykjavík og kommastjórninni í Neskaupstað líkt saman. Ég er þó ekki þeirrar skoðunar að saman hafi verið að jafna.
Ég er samt sammála Ómari að vænlegasta leiðin til að komast áfram á pólitíska sviðinu er að ganga til liðs við einhvern af fjórflokkunum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Sem sagt; ef þú getur ekki sigrað óvininn gakktu þá í lið með honum.Ef Kommasafnið mitt kemst á koppinn, ætla ég að leyfa fólki að kjósa um ýmislegt.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kommasafnið þitt verður að veruleika, vertu viss. Fyrir þessar kosningar er það mjög nauðsynlegt að ganga til liðs við gömlu flokkana, vegna þess að ný framboð gera lítið annað en að hjálpa Íhaldinu. Þetta er hinn nakti sannleikur eins og ég sé hann, því miður
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2009 kl. 13:17
Assgoti ertu öflug Elma, nú er Íslandshreyfingin gengin til liðs við Samfylkinguna, komin í típískan stórflokk, vegna þinnar áeggjan. Ég, Samfylkingarmaðurinn, fagna þessu og skora á þig að bjóða fleiri góðum hópum að ganga til liðs við okkur.
Annars allt gott að frétta, hugsa oft til þín, hringi kannski bráðum :-)
kv að vestan
Rögnvaldur Þór Óskarsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 19:33
Blessaður ekki kannski bráðum, sem fyrst. Ég held að ég gangi í nýja flokkinn hans Bjarna Harðar, sem hefur það eitt að markmiði að ganga ekki í Evrópusambandið. Ég vil ekki selja ísland.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 27.2.2009 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.