25.2.2009 | 16:33
Nú erum við atkvæði
Fólk á eyjunni Jersey sem töpuðu miklu fé á hruni Landsbankans hafa beðið Elísabetu Bretadrottningu um hjálp við að ná innistæðum sínum út úr útibúi Landsbankans á Guernsey. Þarna er fólk að notfæra sér 800 ára gamlan rétt sinn til að leita beint til drottningarinnar með beiðni umaðstoð.
Ég býst nú ekki við að það þýði fyrir okkur sem Landsbanki Íslands stal af nokkrum milljörðum í haust að leita til forsetans. Mér er ekki kunnugt um nein lög sem krefjast þess að hann rétti okkur hjálparhönd. En dj... væri það flott ef svo væri.
Eftir hrunið í haust skrifaði ég bréf til allra þingmanna NA kjördæmisins og fleiri og bað um að þeir létu málið til sína taka. Aðeins einn þingmaður svaraði bréfi mínu, hann er nú forseti Alþingis. En hinir hér í NA kjördæminu lsvöriðu ekki en leita nú til mín og fleiri um stuðning í komandi prófkjöri. Sagt er að sjaldan launi kálfur ofeldi sitt.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.