28.2.2009 | 10:57
Sælkjum peningana í skattaskjólin
Þið munið afmælisveislurnar sem útrásar víkingarnir svokölluðu héldu. Engu var til sparað og ýmist flogið í einkaþotum til Karabíska hafsins, í skattaskjólin sem þessir menn áttu þar og eiga kannski ennþá, eða þá að heimsfrægum skemmtikröftum var teflt fram í fagurlega skreyttum vöruskemmum. Enginn skemmtistaður var nógu stór fyrir flottheitin.
Nú ætlar einn mesti núlifandi glæpmaður sögunnar, Robert Mugabe, að halda upp á 85 ára afmælið sitt. Veislan sú verður að vísu, að sögn, aðeins fyrir nána vini og stuðningsmenn kostar einhverjar litlar 30 milljónir króna. Athugið að þetta er opinber tala.
Á sama tíma biður Simbabwe um tveggja milljarða króna styrk vegna efnahagshruns og skæðra smitsjúkdóma sem hafa dregið mörg þúsund Simbabvebúa til dauða.
Útrásarvíkingarnir okkar báðu ekki um styrk þeir skildu hinsvegar hundruð heimila og þúsundir einstaklinga eftir í sárum. Og lifa nú í vellystingum í höllunum sínum erlendis. Er ekki kominn tími til að sækja þessa menn til saka? Þeir verða alltaf þjófar í augum almennings fyrr en sakleysi þeirra verður sannað!
Landlæknir segir að sækja eigi féð í skattaskjólunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.