Við eigum lífeyrissjóðina

Forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna er, þrátt fyrir fjórðungslækkun launa, launahæsti forstjóri íslensks lífeyrissjóðs. Starfskjör hans fela einnig í sér bifreiðahlunnindi sem hann að sjálfsögðu nýtir. Á sama tíma þurfa eldri sjóðsfélagar sennilega að horfa upp á skerðingu á lífeyrisréttindum sínum. Eldri borgurum, 65 ára og eldri, og aðstandendum ofbýður þessi framkoma við fólkið. Hvernig stendur á því að enn eru ákveðnir einstaklingar að sukka með peningana okkar?

Við þökkum fyrir hreinsanirnar í Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum en verkinu er ekki lokið. Það þarf að taka til í lífeyrissjóðunum svo þeir geti gegnt því hlutverki sem þeim er ætlað, að tryggja sjóðsfélögum góð lífskjör á efri árum. Velferð eldri borgara veltur á því að peningarnir þeirra séu notaðir rétt í þeirra þágu. Aldraðir hafa ekki efni á að borga hæstu laun á Íslandi.

Jóhanna, nú hefur þú tækifæri til að standa við orð þín um að velferð aldraðra gangi fyrir. Það er líka spilling í lífeyrissjóðakerfinu, þar þarf að taka til.

Við viljum endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu strax. Það gengur ekki að lífeyrisgreiðslurnar okkar séu notaðar til að borga sukk örfárra einstaklinga í stað þess að þær séu nýttar í okkar þágu. Við höfum fengið nóg.

Hvet ykkur til að skrifa undir þessa áskorun frá Helga í Góu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband