28.3.2009 | 15:09
Ég á svo bágt!
Mikið er Þorgerði Katrínu mikil vorkun að vera svona blind. Halda að almenningur kaupi tregafullar frásagnir hennar af veikindum dóttur sinnar og málefnum Kristjáns. Pottþétt er að almenningur hefur samúð með veikindum dótturinnar en ekki með fjármálamógullnum Kristjáni Arasyni eða Þorgerði sjálfri. Hún mærir ennþá Davíð Oddsson og ekki síður Geir Harede sem samkvæmt lýsingum hennar gæti verið Kristur endurborinn. Er virkilega hægt að vera svona innmúraður í íhaldið að blindu slær á bæði augu?
Skattmann er mættur aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er auðvelt að gleyma bankahruninu þegar fólk á hundruði milljóna inni á reikning, sem það að sjálfsögðu náði að tryggja að töpuðust ekki þegar bankarnir hrundu.
Já hún er góð innistæðutryggingin sem hefur sennilega kostað okkur svipað mikið og Icesave.
Ellert Júlíusson, 28.3.2009 kl. 15:15
Mér hrýs hugur við vinstri stjórn ef þetta vinstri menn bjóða upp á umræðu á þessu þroskastigi. Reynið að komast fram úr sjálfum ykkur og koma með haldbærar tillögur sem gera eitthvað fyrir fjölskyldur og atvinnulíf – eitthvað annað en smáplástrameðferð undanfarinna vikna.
Steinar (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 15:22
Rosalega ertu dómhörð og með ljóta sál, ógeðslegt að velta sér upp úr veikindum barna þegar verið er að skíta út fólk. Haltu þér sem lengst frá lyklaborðinu.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 28.3.2009 kl. 15:24
Og ekki sé ég að konan sé að biðja um samúð – og þaðan af síður af vinstri væng. Hins vegar skil ég punktinn að konur eigi ekki að þurfa að svara fyrir laun og verk eiginmanna sinna. Slíkt hefur t.d. ekki átt við karlkyns pólitíkusa eða aðra ráðamenn þjóðarinnar. En við gætum svo sem byrjað á Bessastöðum...? Hef t.d. ekki heyrt neinn spyrja Ólaf Ragnar um milljónaverslun eiginkonunnar með eðalsteina.
steinar (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 15:32
Afhverju er hún Þorgerður Katrín að "persónugera" fjölskyldu sína?
Það skyldi þó ekki vera til þess að fá samúðaratkvæði í komandi kosningum? (varaformaður og þinmaður) Ekki ónýtt það ekki...
j.a. (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 15:40
Þorgerður Katrín er gersamlega siðspilt og veruleikafirt. Hún bæði kann ekki að byðjast afsökunar á sér og sínum eginmanni heldur er hún að kalla fólk í öðrum flokkum Skattamann fyrir það eitt að þrífa upp eftir hana og hennar flokk skítinn.
Hún á að halda sínu einkalífi fyrir sjálfa sig og byðjast svo afsökunar á afglöpunum í starfi.
Þetta snýst um vandamálinn sem Sjálfstæðisflokkur er búinn að koma okkur í en ekki um kjaftasögur.
Mjög lélegt af Þorgerði að láta svona. Þó þetta sé þræl falleg kona þá sé ég undir þetta yfirborð hjá henni. Sjálfstæðismenn beita allra ráða.
EN MUNU EKKI KOMAST TIL VALDA Á NÝ. Á því veltur framtíð þessa lands.
Már (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 15:49
Fjölskylda Þorgerðar Katrínar eru persónur - ekki hlutur sem þarf að „persónugera“ bá einhvern hátt. Þeir sem hafa eyru – og ekki síst þeir sem hafa augu sem sjá ýmislegt það sem hent er á blogg hér og þar – vita að ýmsar sögur hafa verið á sveimi um þessa fjölskyldu. Sögur sem hljóta að vera sprottnar af annarlegum hvötum. Þær hafa verið sagðar á bloggum, kaffistofum, í saumaklúbbum, heitum pottum, ÖLLUM stjórnmálaflokkum og sjálfsagt víðar. Ég man ekki öðrum eins kjaftagangi um einn stjórnmálamann.
Mér fyndist réttara að tala um að Þorgerður Katrín hafi komið fram af hreinskilni og greinilega ákveðið að kveðja kjaftaganginn í kútinn áður en haldið er út í kosningabaráttu af fullum krafti. Veit þó ekki hvort það hafi tilætluð áhrif. Því það er svo greinilegt að ef fólk er þannig innrætt að spinna upp og hafa eftir kjaftasögur þá gerir það bara nákvæmlega það.
Steinar (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 15:53
Það er alveg rétt hjá henni að reyna nota kjaftasögurnar til framdráttar og í vonum fleiri atkvæði. Samúð eða ekki samúð. Eigi að síður á ekki að draga hvorki barnalasleika eða krabbamein sér til framdráttar eins og sumir stjórnmálamenn og fólk í áhrifastöðum undanfarið. Svoleiðis á það bara ekki að vera að mínu mati. Ef erfitt er á heimavígstöðvunum, þá á maður að segja af sér og hætta öllu umstangi út á við um stundasakir. Ég segi þetta með góðri meiningu, því að berjast á tveimur vígstöðvum gengur ekki til lengdar. Einhver verður útundan.
j.a. (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 17:17
Reyndar var þorgerður að taka dæmi um að heilsan skiptir meira máli en margt en ekki að reyna að láta vorkenna sér.
Hún þurfti að gera upp ákveðið tímabil þar sem stund sem þessi er til þess.
Hún hefur verið mikið á milli tannanna á fólki og því eðlilegt að ræða málin.
Alveg óþarfi að láta svona kona góð!
sunna ókunnug (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 23:44
Og ein spurning:
Fjármálamógúll. Er það orð sem þú notar yfir alla sem hafa það gott fjárhagslega?
Þekkir þú störf Kristjáns Arasonar fyrir Kaupþing nógu vel til þess að dæma þau?
sunna (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 23:46
Sunna, vonandi merkir það sól í þínu tilfelli. Sunna sem merkir sól og sumaryl. Þessi skoðun mín hefur ekkert að gera með fjárhagslega stöðu fólks. Auðvitað hefur Þorgerður eins og aðrir pólitíkusar verið á milli tannanna á fólki, hún "skrapp" ekki nema tvisvar á Ol. leikana í Peking - á okkar kostnað! Ég
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 29.3.2009 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.