20.4.2009 | 20:30
Úr dagsins önn
Pólitík tröllríður nú öllum fjölmiðlum. Frambjóðendur keppast um að lofa og lofa og lofa upp í ermina á sér. Þeir ættu að ganga í ermalausu, þá gætu þeir ekki lofað upp í ermina á sér og ekkert svikið.
Ég hitt gallharðan vinstri mann í dag sem ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Af hverju jú það er eini sjensinn að koma fjarðamanni að, sem sagt Tryggva Þór. Þessu hafði svo sem skotið upp í kollinum á mér en þegar hann kom með 20% tillöguna þá féll hann hratt niður vinsældarlistann. Fínn strákur Tryggvi, eins og þeir bræður allir, en svo löngu fluttur burtu að ég held að hann hafi ekki miklar taugar hingað austur á firði.
En með því að kjósa Tryggva Þór af því að hann er svo góður strákur er viðkomandi að kjósa Kristján Þór sem þiggur bæði laun sem alþingismaður og bæjarfulltrúi á Akureyri. Nei, íhaldið lætur ekki að sér hæða og verður alltaf sami spillingarflokkurinn.
Mikið verður gaman þegar lífið fer að ganga sinn vana gang. Pólitískar umræður þagnaðar enda þá búið að kjósa, golfvöllurinn að koma upp úr snjónum og vínarbrauð í sjoppunni!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elma mín, þessi gallharði vinstri maður getur varla verið svo galharður því ef svo væri hugsaði hann ekki einusinni um að kjósa íhaldið, hvað um það ég trúi því ekki heldur að þú hafir hugsað það:0) hvað um það ég las einhversstaðar að stjórnmálaflokkar dræpust að lokum við að éta ofaní sig allar lygarnar. þannig að það sem er upp í ermunum er bráðdrepandi
Katrín Sól Högnadóttir, 21.4.2009 kl. 00:16
Hvað um það er kannski svolítið oft skrifað en hvað um það, knús og faðm
Katrín Sól Högnadóttir, 21.4.2009 kl. 00:26
Þetta hefur örugglega ekki verið Gummi Stalín. Hann myndi adrei kjósa neitt nema þann flokk sem lengst er til vinstri.
Annars bjó ég fyrir neðan Hebba í nokkur ár, eða þar til hann dó og norðfirðigafélaginu var gefin íbúðin.
Bestu kveðjur austur.
Axel Þór Kolbeinsson, 21.4.2009 kl. 08:36
Kveðja sömuleiðis Axel. Okkar "Stalín" myndi aldrei svíkja lit, heldur sig við VG af hollustu við hugsjónina. Gleymir hverjir standa í forsvari og fyrir hverju þeir standa. Við misstum mikð þegar við misstum Kommúnistaflokkinn!!!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.4.2009 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.