21.4.2009 | 09:07
Ekkert Kommasafn
Fékk bréf í gær frá Vinnumálastofnun, nánar tiltekið frá Atvinnumálum kvenna. Þar er mér tjáð að umsókn þín hafi ekki verið fyrir valinu og hlýtur því ekki styrk 2009.
Ég held að ég geti þá gleymt Kommasafninu mínu. Mér er ekki sagt af hverju umsókninni er hafnað. Bara þessi einfalda skýring.
Eflaust hafa einhverjar aðrar umsóknir verið betur fallnar til að skaffa atvinnu meðal kvenna, svo sem að yfirdekkja stóla eða hnappa eða baka skonsur. Hvað veit ég vonsvikin konan?
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða Kommasafn spyr einn forvitinn "kommi"?
María Kristjánsdóttir, 21.4.2009 kl. 09:39
Sæl. Ég var og er með hugmynd um að setja upp Kommasafn í Neskaupstað. Þú getur lesið um það á blogginu mína. Held að ég hafi skrifað það í byrjun febrúar.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.4.2009 kl. 10:52
Glatað. Sækja um aftur næst, ekki spurning. Bannað að gefast upp.
Kristín í París (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 08:09
Gleðilegt sumar Kristín mín. Takk fyrirallt gamalt og gott. Já, sækja um næst, ég held ekki, en hver veit?
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 23.4.2009 kl. 09:49
Kommasafn í Neskaupstað er túristavæn hugmynd. Fjandi hart af þeim að neita þér um styrkinn. Bærinn ætti að láta þig hafa nokkra hundraðþúsundkalla til að starta verkefninu, síðan myndu fjölmörg félagasamtök, sjóðir, ráð og nefndir gauka að þér aurum. Jafnvel bjöggar og jónásgeirar þættu töff að styrkja svona safn. Hugmyndin er brilljant.
Haltu bara áfram Elma mín og gleðilegt sumar
Rögnvaldur Þór Óskarsson, 23.4.2009 kl. 11:40
og ég hefði getað unnið á safninu! nei án gríns, þetta er frábær hugmynd sko, leiðinlegt að hún hafi ekki fengið styrk.
halkatla, 24.4.2009 kl. 20:10
Takk bæði Röggi og Anna Karen. Sjálfri finnst mér hugmyndin góð en ekki þeim sem veita styrki til atvinnumála kvenna eða þeim sem veita styrki í iðnaðarráðuneytinu. Ég er með margar fleiri hugmyndir sem eru ferðamannavænar, ljótt orð, fyrir staðinn en mér finnst ég tala fyrir daufum eyrum.
Næsta kref er Þróttarsafn! Þá þarf ekki að sækja efni út fyrir staðinn. Nóg er til af myndum og munum sem myndu gera slíkt safn áhugavert. Hver vill vera með? Býst ekki við jákvæðum viðbrögðum nú frekar en áður, frá þeim sem standa að safnamálum í Fjarðabyggð.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 25.4.2009 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.