Ekki taka leikföngin af þeim

Nú hefur sannast að gullfiskaminni stjórnmálamanna er raunverulegt. Ekki liðnar tvær vikur frá kosningunum og vinstri flokkarnir þegar farnir að draga í land. Nú á að halda við því, sem útgerðarmaðurinn og sjávarútvegsráðherrann Halldór Ásgrímsson kom á, á sínum tíma, kvótakerfinu. Hvað með allar yfirlýsingarnar um að auðlindirnar séu okkar, fólksins í landinu? Nú þegar útrásarvíkingarnir hafa flúið land, bankastjórarnir komnir í önnur störf, þá á að halda áfram misréttinu. Aumingja útgerarmennirnir, við megum ekki taka kvótann frá þeim. Þá gætu þeir misst sumarhúsin sín á Spáni, sumarbústaðina á vel völdum stöðum, íbúðarhúsið í byggðarlaginu og íbúðina í Reykjavík. Og utanlandsferðunum gæti fækkað. Ekki taka leikföngin af þeim.


mbl.is Kvótakerfi ekki umbylt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt að þú skulir minnast á leikföng þar sem Vilhjálmur Egilson í SA sagði akkúrat að arðgreiðslur til eigenda og laun verkamanna væru ekki leikföngin hennar Jóhönnu þegar hún gagnrýndi ákvarðanir stjórnar HB Granda um að greiða arð og lækka laun á sama tíma. Hreðjartak þessara manna á stjórnmálamönnum er svo mikið að þeir fá að ákveða hver fær öll leikföngin.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 160310

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband