7.8.2009 | 11:49
Neskaupstaður/Fjarðabyggð - Sandavogur/Vogar
Þrátt fyrir leiðindaveður sem óneitanlega setti svip sinn á mannlífið var heimsóknin úr Sandavogi ánægjuleg og tilhlökkun ríkir nú þegar meðal þeirra sem ætla sér að öllu óbreyttu að heimsækja þessa vini okkar eftir tvö ár.
Þessi samskipti hafa varað í rúmlega 40 ár og eru örugglega einsdæmi og alltaf jafn ánægjuleg. Sumir hafa komið oftar en aðrir en ný vinabönd myndast við hverja heimsókn. Í þetta skiptið komu fleiri að móttökunni en áður að einni annarri ferð undanskilinni og ríkti almenn ánægja meðal þeirra sem komu að þessari móttöku í fyrsta skipti.
Samskiptin eru ekki lengur íþróttalegs eðlis og finnst mér það frekar miður. En það er margt breytt frá upphafinu og nú er þessar heimsóknir meira vinabæjarheimsóknir.
Í lokahófinu á miðvikudagskvöldið voru sungnir íslenskir og færeyskir söngvar og skipst á gjöfum. Borgarstjórinn í Vogi en svo heitir nýstofnað sveitarfélag Sandavogs og Miðvogs, flutti bráðskemmtilega tölu en það var ömurlegt til þess að vita að enginn úr bæjarstjórn Fjarðabyggðar lét sjá sig, hvað þá að sveitarfélögin skiptust á kveðjum og gjöfum. Þetta er í fyrsta skipti frá því að þessi samskipti hófust að bæjarstjórinn, forseti bæjarstjórnar eða einhver úr bæjarstjórninni kemur ekki til lokahófsins. Mér finnst bæjarstjórinn og aðrir forsvarsmenn sveitarfélagins setja ofan vegna þessa. Já eiginlega mega þeir bara skammast sín.Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bæjarstjórinn hefur vafalaust verið upptekin við að pússa orðuna sína!
Elín Hermanns (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 14:30
"Höfundur sat sem fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í stjórn Alþjóðabankans í Washington DC á árunum 1992-1995". Þetta er undirskrift bæjarstýrunnar á grein um Icesave í Mbl.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 7.8.2009 kl. 16:42
Sæl Elma, ég var búinn að skrifa hér athugasemd um daginn en hún virðist ekki hafa komið inn.
Ég tek undir orð þín hér að ofan að þetta var mjög óheppilegt og leiðinlegt en vil þó taka eftirfarandi fram mér til varnar:
1. Borgastjórinn og frú voru í mat hjá mér allan tímann. Ég lánaði þeim einnig annan bílinn okkar. Samskipti okkar voru bæði góð og skemmtileg. Ég hafði einnig góð samskipti við aðra Færeyinga á meðan á heimsókninni stóð.
2. Ég skipulagði fund með bæjarfulltrúum hér og gestunum frá Færeyjum. Hann var haldinn á bæjarskrifstofunni í Nesk á þriðjudeginum. Þar var skipst á gjöfum á okkar vegum. Þarna ræddum við sameiningarmál og hugsanlega meiri samvinnu á milli sveitarfélaganna en eins og þú veist þá eru þetta samskipti íþróttafélaganna og hefur alltaf verið.
3. Mér var boðið sem gestgjafa að vera í hófinu á miðvikudagskvöldið, ekki sem forseta bæjarstjórnar. Ég sagði allan tímann að það væri ólíklegt að ég mundi komast þar sem fjölskyldan var búin að ákveða annað fyrir löngu. Við fórum semsagt úr bænum á miðvikudag á Pæjumót á Siglufjörð. Á þriðjudeginum var ég beðinn að athuga hvort Smári gæti mætt fyrir hönd bæjarins. Hann var að taka á móti Grænlendingum sama kvöld og gat það ekki. Valdimar gat ekki heldur mætt. Þar með var ákveðið að gera ekkert frekar í málinu. Svo var reyndar hringt í mig kl. 18:30 á miðvikudagskvöldið og spurt hvort engin hefði geta mætt frá bænum!
4. Ekkert formlegt boð kom til bæjarfulltrúa eða bæjarstjóra út af þessu kvöldverðarboði. Ef það hefði komið hefði örugglega einhver getað mætt, það eru jú 9 í bæjarstjórn og 9 til vara. Svona hluti má skipuleggja í tíma.
Ég er gríðarlega hlynntur þessum samskiptum og vona að þetta gerist ekki aftur.
Guðmundur R. (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 14:52
Ég veit Gummi minn hug þinn til þessara samskipta og veit að þú varst að fara með fjölskyldunni burtu úr bænum. Þannig að þú ert löglega afsakaður. Þeir sem hafa fylgst með þessum samskiptum vita að þetta er meira en heimsókn milli íþróttafélaga, þetta er líka heimsókn milli vinabæja og þess vegna finnst mér miður að enginn bæjarfulltrúi mætti. Ég er þess fullviss að það hefði ekki staðið á “sumum” að mæta hefði verið um heimsókn frá hinum vinabæjunum að ræða. En við höldum þessum samskiptum áfram, hvað sem öðru líður. Færeyingar eru einfaldlega bestu vinirnir okkar.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 14.8.2009 kl. 12:21
Sammála Elma, ekki nóg með að þeir séu bestu vinir okkar heldur þeir einu ef taka má mark á öllu Ice-Save bullinu. Við látum þetta ekki gerast aftur og mætum hress í næstu heimsókn til Færeyja. Kveðja yfir lækinn. Gummi
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 14.8.2009 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.