21.8.2009 | 10:31
Eru ráðamenn ekki venjulegir Íslendingar?
Það er vissulega gott að fjallað skuli um Ísland í Norska ríkisútvarpinu. Það breytir samt ekki því að Norðmenn eru engir vinir Íslendinga þó þeir þykist vera Það. En skrítnast í allri fréttinni er að ráðamenn eru ekki venjulegir Íslendingar! Eru þeir þá Norðmenn?
Norska ríkisútvarpið fjallar um Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æji come on.... er þetta ekki útúrsnúningur hjá þér vinan ?
Eldur Ísidór, 21.8.2009 kl. 10:35
Hulda, ég er algjörlega ósammála þér. Hvað hefur þú fyrir þér að Norðmenn sýni ekki okkur vináttu. Ég hef bæði búið í Danmörku og Noregi. Ég get fullyrt þér að Norðmenn sýna okkur Íslendingum margfallt meiri hlýhug samanborið við Dani. Þetta hafa þeir sýnt með jákvæðri umfjöllun um land okkar og þjóð í fjölmiðlum. Í Danmörku er nánast ekkert talað um Ísland, nema undir neikvæðum formerkjum.
Þórður Þ. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 10:43
Munið þið ekki ummæli Kristinar Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, í norska ríkissjónvarpinu um að Ísland verði að ljúka samningum um Icesave áður en Noregur veiti Íslendingum lán. Kristin sagði að norskir skattgreiðendur myndu ekki borga reikninginn fyrir hægri tilraunir Íslendinga og að norska lánið falli algjörlega inn í lánapakka ...
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.8.2009 kl. 12:08
Ég skil viðhorf Halvorsen mætavel, margur Íslendingurinn féll í gryfju græðgi, mikilmennskubrjálæðis og óhófsemi. Máltakið "margur verður af aurum api" á svo sannarlega vel við um íslenskt samfélag í kjölfar hægri tilraunar íslenskra stjórnmálamanna. Við villtumst af leið ólíkt jafnaðarstefnu annarra Norðurlanda. Fyrir vikið þurfum við að súpa seiðið af því. Svona er Ísland í dag. Vinátta Norðmanna í garð okkar Íslendinga fellst m.a. í gestrisni þeirra. Þeir fjölmörgu sem flúið hafa land héðan hafa fengið hlýjar og góðar móttökur í Noregi. Þetta staðfestir Íslendingur sem búið hefur í Noregi í 30 ár.
Þórður Þ. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:00
Kristen halvorsen er í systurflokki samfylkingarinnar í noregi og hún vil noreg og ísland í esb, svo það er mjög heppilegt fyrir hana að neita okkur um lán, og að reyna að neyða okkur meir í áttina að esb. Það eru víst kosningar í nánd í noregi, gaman verður að sjá hvað kemur úr þeim, því okkur verður örugglega hjálpað ef að aðrir komast í stjórn þar.
Geir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.