28.9.2009 | 11:14
Svindl og svínarí, aftur og aftur
Það er ekkert nýtt að útlendingar svindli á bótakerfinu. Bæði á atvinnuleysisbótum og tryggingabótum. Flestir eru frá Póllandi og Litháen. Það er sama hvað margir eru fangelsaðir, engum er vísað úr landi, en það er það sem þarf að gera. Allavega að þessir menn framvísi hreinu sakarvottorði. En kannski er það líka falsað eins og prófskírteinin sem sumir hafa upp á vasann. En það finnast að vísu heiðarlegir menn innan um, en þeir eru stimplaðir eins og glæpamenn vegna þeirra sem ítrekað brjóta lögin.
Missa rétt á bótum vegna gruns um svindl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Elma. Það er rétt að það hefur þótt einkenna róttæk vinstri ríki, s.s. fyrrum austantjaldsríkin að þar vilja fáir bera ábyrgð, og útbreitt viðhorf að það sé í lagi að stela frá hinu opinbera. Hins vegar finnst mér þú ganga ansi langt þegar þú tekur Pólverja og Litháa og segir að ,, að vísu eru heiðarlegir menn innanum". Þannig hafa mjög margir Pólverjar komið hingað og staðið sig afar vel í vinnu.
Fyrir nokkrum árum fóru margir Íslendingar í vinnu til Svíþjóðar og fleiri Norðurlanda. Þar á meðal voru aðilar sem ekki voru okkur góð landkynning. Okkur þótti ekki gott þegar þjóðin í heild var dæmd fyrir afglöp fárra.
Við sem lítil þjóð þurfum hins vegar að halda vöku okkar. Það verður hins vegar örugglega erfiðara ef meirihlutanum á þingi tekst að koma okkur í ESB. Elma við stöndum saman gegn þeirri óáran!
Sigurður Þorsteinsson, 28.9.2009 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.