Yndislegir endurfundir

Í gær hitti ég ungan mann sem flutti með fjölskyldu sinni til Ástralíu fyrir 40 árum. Það voru skemmtilegir endurfundir og hreint út sagt yndislegt að sjá hann, hlusta á hann tala og hann hafði góða nærveru. Þessi ungi maður er Gunnar Víkingur, Dadi, eins og hann var kallaður. Hann talar lýtalausa íslensku og sagði að þau systkinin töluðu alltaf íslensku sín á milli. Dadi á þrjú börn og tala stelpurnar sem eru yngri eitthvað í íslensku en sonurinn sem er nú staddur í Singapúr ekki. Það voru skemmtilegar stundir í stofunni hjá Benna og Olgu í gær. Já vel á minnst ég rakst þar inn af því að Olga átti afmæli.

Dadi rifjaði upp skemmtileg atvik og minnisstæða menn frá árunum sínum hér, en hann var 15 ára þegar þau, þessi stóra fjölskylda tók sig upp og flutti yfir hálfan hnöttinn. Um það var fjallað í blöðum landsmanna. Tryggð Víkinganna við heimahagana er að mér finnst einstök. Dadi rifjaði upp þegar hann var í sveit á Berufjarðarströndinni. Þangað fór hann fyrst á síldarbáti til Djúpavog og var sóttur þangað yfir fjörðinn/voginná trillu. Hann minntist þess að þegar hann svo fór þangað í fyrsta skipti í bíl var hann 5 tíma á leiðinni.

Hann mundi hvar Lúðvík Jósepsson geymdi bílinn sinn, en hann var nágranni Víkinganna í Miðstrætinu, ferð með Dóra sjó til Mjóafjarðar, þar sem hann var þess heiðurs aðnjótandi að vera í lúkarnum með Dóra og hlusta á frásagnir hans.

Ég gæti haldið lengi áfram að rifja upp eitt og annað í frásögn Dada en læt hér staðar numið. Það er rétt að geta þess að þegar Víkingarnir hafa heimsótt sínar æskustöðvar hafa þeir allir gist á Mýrargötunni hjá Ernu og Manna Jóns. Takk fyrir góðar stundir í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband