1.10.2009 | 10:24
Yndislegir endurfundir
Dadi rifjaði upp skemmtileg atvik og minnisstæða menn frá árunum sínum hér, en hann var 15 ára þegar þau, þessi stóra fjölskylda tók sig upp og flutti yfir hálfan hnöttinn. Um það var fjallað í blöðum landsmanna. Tryggð Víkinganna við heimahagana er að mér finnst einstök. Dadi rifjaði upp þegar hann var í sveit á Berufjarðarströndinni. Þangað fór hann fyrst á síldarbáti til Djúpavog og var sóttur þangað yfir fjörðinn/voginná trillu. Hann minntist þess að þegar hann svo fór þangað í fyrsta skipti í bíl var hann 5 tíma á leiðinni.
Hann mundi hvar Lúðvík Jósepsson geymdi bílinn sinn, en hann var nágranni Víkinganna í Miðstrætinu, ferð með Dóra sjó til Mjóafjarðar, þar sem hann var þess heiðurs aðnjótandi að vera í lúkarnum með Dóra og hlusta á frásagnir hans.
Ég gæti haldið lengi áfram að rifja upp eitt og annað í frásögn Dada en læt hér staðar numið. Það er rétt að geta þess að þegar Víkingarnir hafa heimsótt sínar æskustöðvar hafa þeir allir gist á Mýrargötunni hjá Ernu og Manna Jóns. Takk fyrir góðar stundir í gær.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.