29.10.2009 | 09:28
Verði Guðs vilji...
Sagt er að íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa sýnt töluverðar framfarir í mannauðsstjórnun síðustu 3 ár. Mér dettur þetta í hug þegar fullyrt var við mig að á Biskupsstofu væru 64 starfsmenn! Í fávisku minni hélt ég að tveir væru nóg.
Þegar heimasíða Biskupsstofu er skoðuð kemur í ljós að á annan tug starfa sem verkefnastjórar fyrir hin ýmsu svið ekki kindasvið. Símaverðir eru næst fjölmennastir, það verður jú að vera hægt að ná í herrann og fulltrúar eru jafnmargir.
Steininn tekur þó úr ef satt er að hjá Seðlabanka Íslands séu 162 starfsmenn. Drottinn minn hvar er öll hagræðingin? Sennilega hjá mér og öðrum sem tilheyra sauðsvörtum almúganum. Eitt er víst að ekki er hún hjá hinu opinbera, ef þetta er satt. Það er nefnilega ekki hægt að sjá starfsmannafjöldann á heimasíðu bankans.
.Launalækkanir almennari hér en annars staðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar fannstu þessar upplýsingar um Biskupsstofu? Ertu nokkuð með link á það? Samkvæmt því sem ég fann á heimasíðu biskupsstofu eru þar:
11 verkefnastjórar
4 fulltrúar
3 símaverðir
2 framkvæmdastjórar
2 bókarar
2 húsmæður
2 með ótilgreint starfsheiti
1 söngmálastjór
1 aðstoðarmaður söngmálastjóra
1 bílstjóri
1 aðalbókari
1 aðalféhirðir
1 fjármálastjóri
1 skrifstofustjóri
1 skjalastjóri
1 umsjónarmaður
1 sviðsstjóri
1 ræstingakona
Samtals gera þetta 36 starfsmenn fyrir utan biskup og biskupsritara, sem ég reikna með að þú teljir sem þá tvo sem væru nóg. Ég get ekki séð að þetta sé of mikið miðað við umfang þess starfs sem fer fram á vegum Biskupsstofu.
Ég veit ekki um fjölda starfsfólks hjá Seðlabankanum, en ef talan hjá þér er álíka nákvæm og hin þá gætu verið þar ca. 90 manns. En jafnvel ef það er rétt að það séu 162 starfsmenn, er það í raun of mikið fyrir svona stóra stofnun? Samkvæmt frétt á DV fyrir um ári síðan eru um 5000 bankastarfsmenn á íslandi sem vinna í um 150 útibúum. Sú tala hefur eitthvað lækkað síðan, en Seðlabankinn þarf að þjónusta alla þessa banka og líka sjá um ýmis samskipti við útlönd. Hvað finnst þér að ættu að vera margir þar?
Kristinn (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:04
Sæll. Ég sá sama fjölda og þú á heimasíðu biskupsstofu en það var fullyrt við mig að starfsmennirnir þar væru 64. Ég trúi þessu alveg því þarna eru ótaldir þeir sem starfa á vegum stofunnar erlendis. Hvað Seðlabankann varðar þá hef ég það eftir áríðanleum heimildu. En mér þykir miður ef ég fer með rangt mál.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 29.10.2009 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.