Svona getur farið...

Svona getur farið ef gamalmenni eru sett í alltof lítið rými. Segja má að allt sjálfræði sé af því tekið. Svo ég tali nú ekki um þegar það er sent, það sem ég kalla hreppaflutninga, milli stofnana hjá HSA á Austurlandi. Þar eru gamalmennin dregin í dilka, einum hópnum vísað á Seyðisfjörð og öðrum á Eskifjörð. Þriðji hópurinn er svo heppinn af fá að vera ennþá í heimabyggð, í Neskaupstað.

Þetta er ekki sagt af vanvirðingu við sjúkrahúisð á Seyðisfirði eða dvalarheimilið á Eskifirði, því ég veit að fólkinu er veitt góð umönnun. En það að vera rifinn úr sínu umhverfi, frá ættingjum og vinum er skammarlegt og mikil vanvirðing við það fólk sem í þessu lendir.


mbl.is 98 ára kona sökuð um morð á 100 ára herbergisfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort er það róttæknin í þér eða vinstrið sem fær þig til að réttlæta morð á 100 ára gamalli konu?

Borat (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 12:41

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Við skulum nú vona að íslensk gamalmenni fari ekki að murka líftóruna úr hvort öðru - þrátt fyrir þrengsli?

Guðmundur St Ragnarsson, 12.12.2009 kl. 13:15

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Kæri Borat þú hefur viljandi eða óviljandi lesið eitthvað annað úr skrifum mínum en stendur hér á blogginu. Það er hvorki róttæknin eða vinstrið sem ég mæli með.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 12.12.2009 kl. 14:39

4 identicon

Það þarf nú að vera alvarlega brenglaður til að lesa einhvers konar samþykki Elmu á morðinu. Hún er einfaldlega að benda á bresti í heilbrigðiskerfinu sem geta leitt af sér vandræði, sé ekki hugað að þeim í tíma.

Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 00:22

5 Smámynd: Eygló

Gætu þær hafa verið orðnir svo góðir vinir að hún hafi fengið herbergisfélagann til að binda enda á verki, fötlun, örvilnan og alla aðra vanlíðan sína?
Hinni hafi ekki þótt það mjög áhættumikið þótt hún fengi lífstíðarfangelsi... yrði varla nema fá ár hjá 98 ára manneskju!!! 

Eygló, 14.12.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband