Skemmtisögur af Norðfirðingum og ...

Það var á eftir síldarárum þegar einungis var saltað var hjá SVN og einum öðrum stað í Neskaupstað að einn matsmaðurinn á plani SVN, Jóhannes Sveinbjörnsson, bauð til lokahófs. Ekki vildi betur til en í veislulok, þegar vertinn var sofnaður, að eldur braust út í húsinu. Jóhannes vaknaði við vondan draum og komst út en nokkrar skemmdir urðu á húsinu. Í síldartörnunum söltuðu konur ekki alltaf  á sama planinu, þær voru eins og verkamennirnir á Eyrinni, sóttu vinnu þar sem vinnu var að hafa.Ein þessara kvenna var Stella Steinþórsdóttir sem alla jafna var kölluð Stella stóra, en hún er frekar hávaxin, það lætur líka hátt í henni og svo er hún fljót að svara fyrir sig. Hún var í partýinu hjá Jóa. Svo gerist það að Stella var við söltun hjá Gylfa Gunnars og þar var partý, að til hennar kemur kona og segir við hana í gamansömum tón: „Er það satt að sokkabuxurnar þínar hafi brunnið inni í partýinu hjá Jóa?“

„Nei,“ svaraði Stella að bragði, „ég fór aldrei nema úr annarri skálminni.“

 

Til fyrir löngu

Svona "leiga" hefur verið til staðar um margra áratuga skeið. Aðallega voru það karlmenn sem buðu konum þjónustu sín, excort-strákar voru allsstaðar í London svo dæmi sé tekið. Svona frétt - ef frétt skyldi kalla -  er dæmigerð í gúrkutíðinni.
mbl.is Einmana? Leigðu þér bara vin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá Einari stórbónda

Tilmæli varmennanna 5.7.10:

Asni er sá er annan heldur blauðan. Alltaf skyldi varast reiðan mann. Of seint er að yðrast eftir dauðann. Ekki að vita hvenær birtist hann.


Látast áður en þeir fá dóm

Ætli það verði ekki svipað með þá sem eiga sök á óförum íslensku þjóðarinnar. Kerfið er svo stirt í vöfum að þeir vera allir dánir, gleymdir og grafnir þegar loksins verður réttað yfir þeim. Þeir verða ekki grafnir upp eins og Fischer!
mbl.is Lést áður en hann fór fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún á að taka formannsslaginn

Hanna Birna tekur laukrétta ákvörðun að fara ekki í varformannsslaginn, hún á að taka slaginn um formanninn. Hún myndi rústa Bjarna Ben, en kannski vill hún ekki hrófla við honum. En ég er sannfærð um að hún myndi sigra þann slag. Hanna Birna taktu slaginn.
mbl.is Hanna Birna býður sig ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tær snilld af bloggsíðu Björgvins Vals 3. júní:

Í fyrradag kom fram í fréttum að sjálfstæðis- og framsóknarmenn í Fjarðbyggð ættu bara eftir að hreinrita málefnasamkomulag um myndun meiri hluta en núna tveimur dögum síðar, bólar ekkert á því.Ég hef frétt á hverju strandar.Framsóknarmenn munu vilja skera samkomulagið út ...í fjöl með rúnaletri á meðan sjálfstæðismenn vilja skrifa það með ósýnilegu bleki úr Valhöll.

Að sætta sig við tapið eða ljúga sig út úr því!

Meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í Reykjavík kolféll. Hið sama má segja um meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri. Þá féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Kópavogi. Einnig féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.

Þrátt fyrir þetta hefur enginn tapað í þessum sveitarstjórnarkosningum. Er það ekki alveg makalaust? Það hefur aldrei fyrr verið talað eins niður til kjósenda og nú. Það er erfitt að viðurkenna það en Ögmundur Jónasson er eini pólitíkusinn sem viðurkennir staðreyndirnar.

Fjarðalistinn tapar forystuhlutverki sínu í Fjarðabyggð. Sjálfstæðisflokkurinn er ótvíræður sigurvegari í Fjarðabygg. Hann er nær því að ná hreinum meirihluta en Fjarðalistinn að ná fjórða manni. Hvað gerðist?Mín skoðun er sú að það hafi einkum þrennt stuðlað að tapi Fjarðalistans - sem sumir segja að sé ekki tap! Í fyrsta lagi er nær óþekkt fólk og óvant sveitarstjórnarstörfum í fjórum efstu sætum Fjarðalistans. Í öðru lagi vilja fjarðarbúar hafa kvótakerfið áfram og í þriðja lagi, Fjarðalistafólkið vann ekki heimavinnuna sína.Kannski eru þetta fulleinfaldar skýringar.  En í tali manna á milli undanfarnar vikur hefur berlega komið í ljós að þeir sem stýra sjávarútvegsfyrirtækjunum í Fjarðabyggð, vilja kvótakerfið áfram. Hræðsluáróðri hefur verið beitt gegn sjómönnum og gefið í skyn að kjósi þeir ekki Sjálfstæðisflokkinn sé voðinn vís. Atvinnuleysi og óöryggi blasi við. Þetta get ég þó ekki staðfest, en hef heyrt men segja, menn sem hafa kosið til vinstri í áratugi, “mínir hagsmunir liggja hjá þessu fyrirtæki og því kýs ég Sjálfstæðisflokkinn”.Að halda því staðfastlega fram að nýliðunin á Fjarðalistanum sé af hinu góða hefur sannað að það er ekki rétt. Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúmlega 200 atkvæðum meira en Fjarðalistinn og fjórði maður á L – listanum var aldrei í sjónmáli. Þó fréttaskýrendur segi okkur að meirihlutinn haldi, þá eiga flokkarnir eftir að koma sé saman. Fyrst B og L lýstu því ekki yfir fyrir kosningarnar að samstarfi þeirra yrði fram haldið fengju þeir umboð til þess þá er það ekki í hendi.Að vinna ekki heimavinnuna sína er eins og að lesa ekki undir próf, ef þú lest ekki þá nærðu ekki prófinu. Enn í dag er það bjargföst skoðun mín að í litlum sveitarfélögum er maður á mann aðferðin sú eina sem virkar. Er handviss um að henna hafa Sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð beitt. Til hamingju Jens Garðar og félagar.

Og fólk heldur áfram að versla við Bónus og Kaupás

Í apríl 2010  birtist skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið þar sem fram kom að hrun fjármálakerfisins á Íslandi hefði að nokkru stafað af óhóflegum áhrifum fárra viðskiptajöfra, þar á meðal Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, í bönkum landsins.

En enn heldur fólk áfram að versla við Bónus og fleiri fyrirtæki tegnd útrásarvíkingunum. Ég ætla að halda mig við kaupmanninn á horninu hér í bæ og myndi versla við Kjötborg ætti ég heima í Rvk.


mbl.is Höfða mál gegn Jóni Ásgeiri og tengdum aðilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítur á priki

Mér sýnist að samtals nemi kyrrsettar eignir þesara manna eitthvað á annað hundrað milljónum, tel ég það vera eins og skít á priki. Hvar geyma þeir eignirnar sínar? Þó að þessir menn fengju sex ára fangelsinsdóm væru þeir á góðu kaupi í afplánuninni. Hver gæti ekki hugsað sér að sitja í fangelsi með frítt fæði og húsnæði fyrir tug milljóna króna á dag? Já og fá dagpeninga að auki!
mbl.is Gæsluvarðhald staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilltasta stjórnmála-afl landsins

Ekki haldið þið þó að eitthvað hafi breyst hjá Framsókn? Þeir bíða bara færis.
mbl.is Framsókn setur sér siðareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband