Neskaupstaður/Fjarðabyggð - Sandavogur/Vogar

Þrátt fyrir leiðindaveður sem óneitanlega setti svip sinn á mannlífið var heimsóknin úr Sandavogi ánægjuleg og tilhlökkun ríkir nú þegar meðal þeirra sem ætla sér að öllu óbreyttu að heimsækja þessa vini okkar eftir tvö ár.

Þessi samskipti hafa varað í rúmlega 40 ár og eru örugglega einsdæmi og alltaf jafn ánægjuleg. Sumir hafa komið oftar en aðrir en ný vinabönd  myndast við  hverja heimsókn. Í þetta skiptið komu fleiri að móttökunni en áður að einni annarri ferð undanskilinni og ríkti almenn ánægja meðal þeirra sem komu að þessari móttöku í fyrsta skipti.

Samskiptin eru ekki lengur íþróttalegs eðlis  og finnst mér það frekar miður. En það er margt breytt frá upphafinu og nú er þessar heimsóknir meira vinabæjarheimsóknir.

Í lokahófinu á miðvikudagskvöldið voru sungnir íslenskir og færeyskir söngvar og skipst á gjöfum. Borgarstjórinn í Vogi en svo heitir nýstofnað sveitarfélag Sandavogs og Miðvogs, flutti bráðskemmtilega tölu en það var ömurlegt til þess að vita að enginn úr bæjarstjórn Fjarðabyggðar lét sjá sig, hvað þá að sveitarfélögin skiptust á kveðjum og gjöfum. Þetta er í fyrsta skipti frá því að þessi samskipti hófust að bæjarstjórinn, forseti bæjarstjórnar eða einhver úr bæjarstjórninni kemur ekki til lokahófsins. Mér finnst bæjarstjórinn og aðrir forsvarsmenn  sveitarfélagins setja ofan vegna þessa. Já eiginlega mega þeir bara skammast sín.

Af hverju heila viku?

Hvers vegna fá olíufélögin heila viku til að færa rök fyrir hækkuninni? Á þessari viku dæla þeir milljónum úr vösum okkar neytenda. Gat Neytendastofa ekki krafist svara strax?
mbl.is Olíufélög svari Neytendastofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu dönsk eða frönsk ...

Auðvitað er "heija Norge" í dag. Ekki bara vegna 17. maí, öllu frekar vegna sigurs norsk/rússneska stráksins í júróvíson, hvað skyldiu hann hafa fengið mörg atkvæði vegna uppruna síns? En hann var góður.
mbl.is Söng „gamla“ þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfur er flottast

Skrítið að jafn-mikil keppnismanneskju og ég er, mér skuli silfur vera fallegri en gull – en það er bara svoleiðis. Móttökurnar á Austurvelli í dag voru sambærilegar við móttökur handboltalandsliðsins og er það vel. Við erum náttúrulega bara best og í stórasta landi í heimi.


mbl.is Evróvisjón á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki þannig týpa..

Segir ungur maður sem var tekin fyrir nokkurra kílóa eiturlyfjasmygl í Brasilíu. Hvernig týpa er hann þá?


Hvað með elli- og örorkulífeyrisþega?

Fjármálaráðherra hefur ákveðið að ríkisstarfsmenn fái 25.200 króna orlofsuppbót í júlí líkt og fólk á almennum vinnumarkaði. Fram kemur að fjármálaráðherra hafi hinsvegar viljað stuðla að jafnræði í aðdraganda þjóðarsáttar og því ákveðið að þeir fengju uppbót samkvæmt samningum eins og þeir voru fyrir síðasta ár.

Hvað með elli- og örorkulífeyrisþega?

 

Bara enn eitt ruglið

Ætli þessi könnun, athugið ekki próf, sé svipað og hjá þeim útlendingum sem taka bílpróf. Fljúga í gegn um prófin, en skilja hvorki eða geta lesið íslensku. Dettur í hug að prófið sé á "rúmensku".
mbl.is Ásókn í íslenskupróf fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki taka leikföngin af þeim

Nú hefur sannast að gullfiskaminni stjórnmálamanna er raunverulegt. Ekki liðnar tvær vikur frá kosningunum og vinstri flokkarnir þegar farnir að draga í land. Nú á að halda við því, sem útgerðarmaðurinn og sjávarútvegsráðherrann Halldór Ásgrímsson kom á, á sínum tíma, kvótakerfinu. Hvað með allar yfirlýsingarnar um að auðlindirnar séu okkar, fólksins í landinu? Nú þegar útrásarvíkingarnir hafa flúið land, bankastjórarnir komnir í önnur störf, þá á að halda áfram misréttinu. Aumingja útgerarmennirnir, við megum ekki taka kvótann frá þeim. Þá gætu þeir misst sumarhúsin sín á Spáni, sumarbústaðina á vel völdum stöðum, íbúðarhúsið í byggðarlaginu og íbúðina í Reykjavík. Og utanlandsferðunum gæti fækkað. Ekki taka leikföngin af þeim.


mbl.is Kvótakerfi ekki umbylt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er skítapakk

Ætla fjölmiðlarnir virkilega að halda áfram að tala um Björgólf Guðmundsson sem góða manninn. Á að telja okkur trú um að hann sé nánast á kúpunni? Halda menn að hann eigi sér ekki sín skattaskjól eins og sonurinn og Magnús Þorsteinsson og hinir útrásavíkingarnir og þjófarnir í gömlu bönkunum. Þetta er skítapakk. 
mbl.is Björgólfur ábyrgur fyrir 58 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðsárasafn í Færeyjum

Færeyingar opna á morgun sitt stríðsárasafn. Það er staðsett í Miðvogi og lýsir safnið vel hvaða áhrif síðari heimsstyrjöldin hafði á færeyskt samfélag. Færeyjarnar voru hersetnar af Bretum á árunum 1940 – 1945.

Bretarnir höfðu mikil umsvif á eyjunum og þúsundir hermanna tóku land á Vogey, byggðu þar bragga og reistu sjúkrahús. Þá byggðu þeir flugvöllinn við Sörvog sem enn er notaður en hefur þó verið talsvert endurbættur.

Þýskar flugvélar slepptu sprengjum sínum víð við eyjarnar og færeyskir sjómenn voru eins og þeir íslensku  í lífsháska vegna aðgerða flugvélanna og kafbáta.

Safnið verður opið allt árið og þar má finna marga áhugaverða hluti og myndir sem eru bæði áhugaverðar og lærdómsríkar um þessi mjög svo sérstöku ár í Færeyjum.

Ég tel mig hafa rétt fyrir mér þegar ég segi að sveitarstjórnarmenn í Sandavogi hafi fengið hugmyndina að safninu í Miðvogi þegar þeir skoðuðu Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband